Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Blaðsíða 6
hinir eldri skólar, fj'rst og fremst latínuskóli og opnaði
nemendum braut að háskólanum í Kaupmannaliöfn.
Þar þurftu nemendur þó að taka inntökupróf (examen
artium) og annað lærdómspróf, enda var það svo um
latínuskóla í danska rikinu. En háskólaráðið taldi lær-
dómi íslenzkra námsmanna svo ábótavant, að minni kröf-
ur j^rði yfirleitt að gera til þeirra en annarra, ef þeir
ættu almennt að standast inntökupróf. Sama var og um
nám prestsefnanna, að því þótti mjög ábótavant. Mönn-
um var þvi ljóst, að hér var úrbóta þörf. M. a. rituðu
þeir Baldvin Einarsson og Tómas Sæmundsson um þessi
mál. Lagði Tómas til að latinuskólanámið og guðfræði
námið yrði aðskilið að nokkur þannig, að við skólann yrði
aukið sérstakri deild til undirbúnings prestsefna. Til-
lögur Baldvins voru víðtækari. Hann vildi ekki láta við
það sitja að endurbæta latínuskólann og auka guðfræði-
námið, heldur vildi hann koma á fót liér á landi fram-
haldsnámi i heimspeki, náttúrufræði, læknisfræði, hag-
fræði og verzlunarfræði. Lögfræði nefnir hann hins
vegar ekki. Hér er þvi hreyft í fyrsta sinni, að komið
sé á fót, hér á landi, almennri fræðslustofnun til fram-
haldsnáms. Skólastjórnaryfirvöldin virðast og hafa gert
sér ljóst, að ástandið væri eigi viðunandi. Eftir allmikið
þóf og bréfaskriftir milli skólastjórnarinnar og stipts-
yfirvaldanna varð lausn málanna sú um sinn, að latinu-
skólinn var fluttur til Reykjavikur 1846 og settur undir
stjórn Sveinbjarnar Egilssonar. Jafnframt var stofnað
til prestaskóla með Kbr. 21. maí 1847 og tók hann til
starfa sama ár. Hann var mjög mótaður af tillögum
Helga biskups Thordersen.
Hugmvnd Baldvins Einarssonar tók Jón Sigurðsson
síðar upp, aukna og endurbætta, er hann kom fram með
tillögu sina um þjóðskóla i II. árgangi Nýrra félagsrita.
Og á hinu fyrsta endurreista Alþingi 1845 kom fram
bænarskrá um þjóðskóla í sama anda og ritgerð Jóns
í Nýjum félagsritum. Var þar m. a. óskað eftir, að hafin
52
Tímaril löc/fræðinga