Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Síða 68
, II.
Samkvæmt sáttmálanum er það skilvrði fyrir stofnun
dómstólsins, að eigi færri en 8 aðildarríki hafi lýst sig
bundin við lögsögu dómstólsins í öllum málum, er varða
skýringu og framkvæmd sáttmálans. Þann 3. september
1958, voru viðurkenningarskjöl Austurríkis og Islands
afhent, en áður höfðu írland, Danmörk, Holland, Vestur-
Þýzkaland, Belgía og Luxemburg viðurkennt lögsögu
dómstólsins. Var þvi þessu skilyrði fyrir stofnun dóm-
stólsins fullnægt, og þann 21. janúar 1959 kaus Ráð-
gjafarþing Evrópuráðsins 15 dómara, einn frá hverju
þátttökuríki Evrópuráðsins. Eru það þau 14 ríki, sem
aðild áttu að sáttmálanum og Frakkland. Er kosningu
dómara hagað þannig, að hvert riki tilnefnir þrjá menn,
og skulu a.m.k. tveir þeirra vera þegnar hlutaðeigandi
ríkis.. Dómaraefni verða annaðhvort að fullnægja skil-
\Trðum, sem þurfa til þess að mega gegna æðri dómara-
störfum eða vera viðurkenndir fræðimenn í lögvisindum.
Þingið velur svo úr hópi þeirra jafn marga dómara og
þátttökurikin eru. Skulu þeir kjörnir með meiri hluta
greiddra atkvæða, en engir tveir dómarar mega þó vera
þegnar sama ríkis. Ef fleiri ríki verða siðar aðilar að
Evrópuráðinu eða þörf er að skipa autt dómarasæti, skal
sami háttur hafður á, eftir þvi, sem við á, til þess að
ná fullri tölu dómara. Dómarar skulu kosnir til 9 ára
í senn. Þá má endurkjósa. En til þess að koma í veg
fvrir þann möguleika, að skipt yrði um alla dómara í
einu, er ákveðið, að af þeim dómurum, sem kosnir voru
í fyrstu kosningu, skuli kjörtímabil fjögurra lokið að
þrem árum liðnum og annarra fjögurra að sex árum
liðnum. Eru þeir dómarar, sem ganga eiga úr, valdir
með hlutkesti. Áður en fyrsta kosning dómara fór fram,
reis upp deila um það á x-áðgjafarþinginu, hvað átt væri
við með orðalaginu „by the majoritv of tlxe votes cast“,
livort það þýddi hreinan eða einfaldan meirihluta. Var
ákveðið, að hreinan meiri hluta þyrfti við fvrstu atkvæða-
114
Tímaril U'xjfrœðinga