Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Qupperneq 30
um hefði verið beitt í framkvæmd, ef sérstök rök mæltu
þvi eigi gegn. Hér var réttarfarið einkum haft í huga,
því að kanoníska réttarfarið hafði, er hér var komið,
náð algerum tökum í Þýzkalandi. Á sviði sifja- og erfða-
réttar var svipuðu máli að gegna. 1 norðurhluta Dana-
veldis var þessu annan veg farið. Forn réttur var þar
enn við lýði, nema þar sem sérdómstólar kirkjunnar
höfðu lögsögu. En nú var valdsvið þeirra þrengt að mikl-
um mun. Kanonískur réttur var því ekki talinn gilda
beinlinis, en hins vegar var mjög gripið til hans, þegar
eigi var völ beinna lagaheimilda. Hér á landi og í Nor-
egi munu menn þó hafa verið ennþá fastheldnari á hinn
þjóðlega rétt, heldur en í Danmörku sjálfri. Þess var þó
ekki langt að bíða, að bér væri sett ný löggjöf, á þeim
sviðum er kirkjan lét sig helzt skipta. Má i því sam-
bandi nefna Stóradóm 1564 og „Hjónabands articula"
2. júní 1587. Bugenhagen var eins og kunnugt er, einn
helzti fræðimaður hins nýja siðar, en auðvitað hafði
fornmenntastefnan haft áhrif á hann, engu síður en trúar-
hrögðin og stjórnmálin. Hér her og að hafa í huga Philip
Melanchton, sem var einn hinna mestu áhrifamanna á
siðskiptaöld. Hann var, ef svo má segja, postuli forn-
menntastefnunnar innan liinnar nýju trúarhreyfingar
Lúthers, og gerði sér fullljóst, að í Þýzkalandi mundi
óhæfilega röskun leiða af þvi, ef hvatvíslega yrði horfið
frá rómarrétti. Þessi sjónarmið áttu að visu miklu síður
við í Danaveldi, heldur en í þýzka ríkinu. En Melanch-
ton hafði einnig haldið fram þeirri kenningu, og reyndar
fleiri, að siðferðileg lögmál og grundvallarreglur væru
mönnum í brjóst borin fyrir tilverknað Guðs og náttúru-
rétturinn leiddi því af sér hugtök og reglur í samræmi
við þau lögmál, þegar hann væri skoðaður í ljósi skyn-
semi. Hlutverk löggjafans væri að koma þessum regl-
um í raunhæfan og framkvæmanlegan búning, en þar
hefði rómarréttur komizt nær markinu. Augljóst virðist,
að Bugenhagen hafi haft þessi sjónarmið mjög í huga,
76
Tímcirit lögfræðinga