Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Blaðsíða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Blaðsíða 7
allir, sem þar höfðu unnið með honum áður, en sú dvöl varð því miður of stutt. Skömmu eftir að hann kom aftur kenndi hann banameinsins. Mér er hugstæð barátta hans við þann vágest. Hann hvikaði aldrei, kvartaði ekki og stóð við störf sín, meðan stætt var, án þess að bitnaði á nokkrum öðrum en honum sjálfum. Við fráfall hans er mestur missirinn eiginkonu hans, Krist- jönu Káradóttur frá Garði í Kelduhverfi, og þessum fábreyttu línum fylgja samúðarkveðjur mínar til hennar. Þar mæli ég einnig fyrir munn annarra samstarfsmanna á skrifstofu borgarfógeta. Unnsteinn Beck VALDIMAR STEFÁNSSON Hinn 23. apríl s.l. andaðist Valdimar Stefáns- son saksóknari ríkisins. Hann hafði um allmörg undanfarin ár átt við vanheilsu að stríða, en gegndi þó störfum sínum með árvekni og sam- vizkusemi, enda voru honum þær dyggðir [ blóð bornar. Hið sviplega fráfall hans kom því flestum á óvart, og létu sumir segja sér lát hans tvisvar. Valdimar var fæddur 24. september 1910 í Fagraskógi við Eyjafjörð. Faðir hans var Stefán Baldvin Stefánsson síðast prests að Hálsi t Fnjóskadal og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur bónda á Brúnastöðum í Fljótum. Móðir Valdi- mars var Ragnheiður Davíðsdóttir prófasts að Hofi í Hörgárdal Guðmundssonar bónda að Vindhæli á Skagaströnd, en kona Davíðs var Sigríður Ólafsdóttir Briem að Grund í Eyjafirði. Er hér um kunnar norðlenzkar ættir að ræða, sem óþarft er að rekja. Stefán faðir Valdimars var búhöldur góður, áhugamaður um félagsmál og framkvæmdir, enda alþingismaður Ey- firðinga um árabil. Þess má og geta, að bróðir Valdimars, Stefán Stefánsson lögfræðingur og lengi bóndi í Fagraskógi, var bæði landkjörinn þingmaður og þingmaður Eyfirðinga 1946—1952, en Davíð — afi Valdimars — var þingmað- ur Skagfirðinga 1869—79. Valdimar Stefánsson valdi sér ekki leið stórbændanna — forfeðra sinna — og eigi haslaði hann sér völl á sviði stjórnmála, heldur beindist hugur hans í aðra átt. Hann varð stúdent frá Akureyrarskóla 1930 og lauk lagaprófi frá Háskóla íslands 1934 með mjög góðri I. einkunn. Fyrst eftir próf sinnti Valdi- mar ýmsum lögfræðistörfum bæði hér í Reykjavík og annars staðar. Mun hann á þeim árum hafa öðlazt þekkingu á ýmsum sviðum, er síðar komu að góðu haldi og þá ekki sízt kynnzt fjölbreytni mannlífsins og viðbrögðum manna við mismunandi aðstæður. En haustið 1936 gerðist hann fulltrúi hjá lögreglu- stjóranum í Reykjavík og má segja, að þaðan af hafi störf hans aðallega verið á sviði refsiréttar og refsiréttarfars. Er embætti lögreglustjóra var skipt, varð hann - 6/1 1940 - ftr. sakadómara og síðar stundum settur sakadómari. Hann var skipaður sakadómari 26/4 1947 og yfirsakadómari 21/4 1961. Er embætti saksóknara ríkisins var lögfest, var Valdimar skipaður saksóknari, og gegndi 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.