Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Page 48

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Page 48
meðal refsinga að þessu leyti vegna reglunnnar um ákveðna marg- földun á undandregnum skattfjárhæðum. Refsiákvörðun er þó ekki rígbundin við tilgreinda margföldun, sbr. orðin „allt að“. d) Engin vararefsing fylgir viðurlögum skv. 47. gr. og ekki heldur þeim skattsektum skv. 48. gr„ sem skattsektanefnd úrskurðar. e) Hlutdeild varðar ekki sjálfstæðri ábyrgð skv. 47. gr. né öðrum ákvæðum, sbr. hins vegar hlutdeildarákvæðin í 3. og 4. mgr. 48. gr. f) Reglur um fyrningu sakar eiga ekki við. Að því leyti sem heimild til skattlagningar eftir á er fyrnd, verður viðurlögum skv. 47. gr. ekki heldur beitt. g) Sakhæfisreglur eiga ekki við hér fremur en um skattkröfur. And- legir annmarkar, svo sem geðveiki og fávitaháttur, útiloka ekki skatt- skyldu, sbr. þó lækkunarheimild 52. gr. vegna veikinda. h) Sönnunarbyrði er snúið við í lokamálsgrein 47. gr. og hún felld á skattþegn. Nokkur dæmi þessa eru í refsilöggjöfinni.22) 4) Um skattsektir og venjulegar refsisektir eru ákvæði í 48. gr. Hér er komið inn á svið refsinga, enda þótt nokkrar sérreglur gildi um þessi viðurlög. Óeðlilegt kann að virðast að flokka venjulegar refsi- sektir út af fyrir sig, þar sem þær eru einnig skattsektir háðar regl- um 48. gr. Skilsmunur þessara tveggja sektategunda er einkum rétt- ai'farslegur. Skattsektir, sem svo eru nefndar hér, eru ákvarðaðar af stjórnsýsluaðila, skattsektanefnd, en þó því aðeins, að hvorki ríkis- skattstjóri né sökunautur óski, að máli verði vísað til dómstóla. Skip- an skattsektanefndar var nokkuð breytt með 1. nr. 7/1972. Til nefnd- arinnar var stofnað með 1. nr. 70/1965, og var hún þá skipuð ríkis- skattstjóra sem formanni, skattrannsóknastjóra og lögfærðingi, er fullnægir embættisskilyrðum héraðsdómara og ráðherra skipar. Nú eiga sæti í nefndinni formaður ríkisskattanefndar, sem formaður, og tveir lögfræðingar, sem fullnægja skilyrðum til að vera skipaðir hér- aðsdómarar og fjármálaráðherra skipar til 4 ára í senn. Ríkisskatt- stjóri kemur hins vegar fram fyrir hönd fjármálaráðherra. Skatt- sektanefnd getur ekki ákveðið vararefsingu. Vafasamt er, að úr- skurðir hennar geti talizt fullnaðarúrskurðir fræðilega séð. Mætti líklega skjóta þeim til fjármálaráðherra eftir almennum reglum um málskot til æðra stjórnvalds. Um meðferð mála fyrir skattsektanefnd skal farið eftir 41. gr„ eftir því sem við á. Hefur nefndin engan veg- inn sömu aðstöðu til gagnaöflunar og dómstóll í opinberum málum, sbr. 7. mgr. 41. gr„ sbr. 15. gr. laga nr. 7/1972. Réttarstaða sakborn- inga getur naumast orðið jafngóð sem fyrir dómstólum. Er það gjaldið, sem þeir verða að greiða fyrir þagnarverndina. Tilhneiging 46

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.