Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Blaðsíða 18
Hafi framtal ekki borizt, skal skattstjóri áætla tekjur og eign skatt- þegns svo ríflega, að ekki sé hætt við, að upphæðin sé sett lægri en hún á að vera í raun réttri að viðbættu 25% álagi, sbr. 4. mgr. 47. gr. Hafi framtal komið óundirritað, ber ekki að taka það til greina, en gefa ætti framteljanda kost á að bæta úr gallanum. t þessu sambandi vil ég benda á Hrd. XXXVII bls. 907. Þar voru málavextir þeir, að skattayfirvöld höfðu lagt óundirritaða og óstaðfesta reikninga til grundvallar álagningu. 1 dónmum var talið, að þessi ófullkomnu reikn- ingsgögn hafi eigi mátt koma í stað iögboðinna heitfestra skatt- skýrslna, og var álagningin því ómerkt. Fjögur úrræði. Þegar skattstjóri hefur lokið skattaálagningu sinni, má segja að skattþegn hafi f j óra möguleika til að fá fram breytingu á álagningunni. I fyrsta lagi getur skattþegn sent kæru til skattstjóra (og síðar til ríkisskattanefndar) innan tilskilins kærufrests, í öðru lagi getur hann sent skattstjóra skattbeiðni skv. heimild í 52. gr. laga nr. 68/1971, í þriðja lagi getur hann farið fram á upptöku ríkisskattstjóra á málinu skv. 4. mgr. 42. gr. laga 68/1971 og í fjórða lagi getur hann lagt málið fyrir dómstólana. Kæra til skattstjóra. Samkvæmt 40. gr. laga nr. 68/1971 getur hver sá, sem telur skatt sinn eigi rétt ákveðinn, sent skriflega kæru studda nauðsynlegum gögnum til skattstjóra eða umboðsmanns hans innan 14 daga, frá því að skattskrá er lögð fram eða póstlögð var tilkynning um skattbreyt- ingu, sbr. 4. mgr. 38. gr. Skulu skattstjórar hafa úrskurðað kærurnar innan tveggja mánaða frá lokum kærufrests, og skulu úrskurðirnir vera rökstuddir. Samkvæmt þessari lagagrein skulu kærur vera skrif- legar, og það nýmæli er sett í grein þessa, að kæra skuli studd nauðsyn- legum gögnum. Hvað teljast nauðsynleg gögn hverju sinni, hlýtur að verða að metast út frá því, hvor beri sönnunarbyrðina, skattþegn eða skattyfirvöld. Þannig þyrfti skattþegn, sem kærir á þeim forsendum, að hann eigi rétt á námsfrádrætti, væntanlega að leggja fram vottorð frá viðkomandi skóla, ef vottorð hefur ekki borizt skattayfirvöldum, og skattþegn, sem ekki hefur talið fram og kærir á þeim forsendum, að tekjur séu ofáætlaðar, þyrfti að láta framtal fylgja kæru sinni, til þess að hún væri tekin til greina. Sem dæmi um rangt mat skattayfirvalda á sönnunarbyrði, vil ég nefna þá ákvörðun skattstjóra að láta launamiða gilda sem sönnun 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.