Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Blaðsíða 58

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Blaðsíða 58
arrannsókn hefst gegn sökunaut út af broti.“ Víst er, að óbreytt getur reglan ekki gilt. f 48. gr. er auðsjáanlega ráð fyrir því gert, að skatt- sektir séu í flestum tilvikum ákvarðaðar af skattsektanefnd án undan- farandi réttarrannsóknar. Verður líklega í staðinn að setja markið við upphaf málsmeðferðar hjá skattsektanefnd eða fyrir dómi. Það er þó engan veginn ótvírætt. Heppilegra þykir þó og betur í samræmi við 82. gr. alm. hgl. að miða við upphaf meðferðar hjá þeim aðila, er sekt- arvaldið hefur, fremur en rannsókn máls hjá skattstjóra eða skatt- rannsóknarstjóra. Samkvæmt framansögðu mætti taka dæmi: Röng skýrsla er gefin í janúar 1967. Upphaf fyrningarfrests er 31. janúar 1967, er framtalsfresti lýkur. Hafi málið ekki komið til meðferðar hjá skattsektanefnd eða dómstólum fyrir 31. janúar 1973, er brotið fyrnt. Tilvitnunin til 38. gr. í 48. gr. 1. mgr. i. f. þykir ekki hafa aðra þýðingu en þá, að um könnun og útreikning á undandrætti fari skv. 38. gr., eftir því sem við á. Við samanburð á 38. gr. og 48. gr. kemur t. d. í ljós, að í 38. gr. er gert ráð fyrir, að röng skýrsla hafi leitt til rangrar úrlausnar (.. . og því greitt minni skatt en honum ber skylda til . ..). I 48. gr. er þessu á annan veg farið, svo sem gerð hefur verið grein fyrir. d) Fyrningarákvæðið í 48. gr. hefur þrengra orðalag en ástæða er til. Eftir hljóðan sinni gildir það um „skattsekt" samkvæmt „þessari mgr.“ Vegna sambands 5. mgr. við 1. mgr. mun sök fyrnast með ofannefnd- um hætti, þótt ákveða beri refsingu eftir 5. mgr. 2) Tilraun og afturhvarf. Ekkert ákvæði er í 48. gr. um tilraun til skattsvika. Má sennilega beita 20.—21. gr. alm. hgl. með lögjöfnun, enda sé sannað um ásetn- ing og skilyrði lögjöfnunar fyrir hendi. Eins og fullframningu brots er háttað eftir 48. gr„ er lítið rúm fyrir tilraunaverknaði. Greina má á milli undirbúningsathafna, svo sem rangra bóhaldsfærslna eða falsaðra fylgigagna, og svo framkvæmdarathafna, þá einkum þeirrar að senda ranga framtalsskýrslu af stað. Islenzku tilraunarákvæðin eru mjög víðtæk og ná til ýmiss konar undirbúningsathafna. Verður þó að vara við að beita lögjöfnun í ríkum mæli um slíkar athafnir. Reyndar er líklegt, að oft verði örðugt um sönnun á tilraun til skattsvika, þegar hún er enn á undirbúningsstigi. Afturhvarf frá tilraun, sbr. 21. gr. alm. hgl„ getur leyst undan refsiábyrgð, ef hætt er við rangfærslur á undirbúningsstigi eða framtalsskýrsla er sótt á pósthúsið til leiðrétt- ingar. Sanngjarnt er, að afturhvarf geti átt sér stað allt til loka fram- talsfrests, þótt skýrslu hafi verið skilað fyrr. Er reyndar haganlegt að 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.