Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Page 14

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Page 14
framsals allra þeirra manna, sem rétt yfirvöld í öðru aðildar- ríki hafa byrjað aðgerðir gegn vegna grunar um afbrot. Hið sama er um menn, sem lýst er eftir vegna framkvæmdar refsi- dóma eða varðhaldsúrskurða. Ymsar undantekningar eru frá reglunni um skyldu til framsals. Hún gildir ekki um stjórn- málabrot eða herlagabrot, og aðildarríki geta gert þann fyrir- vara, að hún gildi ekki um fjármunabrot. Framsal má venju- lega því aðeins fara fram, að brotið varði refsingu í báðum viðkomandi ríkjum og refsingin geti orðið a. m. k. eins árs frelsissvipting. Hafi maður þegar verið fundinn sekur og við- urlög ákveðin, þarf frelsissviptingin að vera a. m. k. fjórir mánuðir. Ef réttir aðilar í því ríki, sem tekur við beiðni um framsal, hafa kveðið upp endanlegan dóm vegna brotsins, verður ekki orðið við óskinni um framsal, og byggist það á reglunni „non bis in idem“. Fyrningarreglur í öðru hvoru ríkinu geta einnig komið í veg fyrir framsal. (b) Evrópusamningur um gagnkvæma aðstoð varðandi brotamál. Aðilar að þessum samningi skuldbinda sig til að veita hver öðrum alla hugsanlega aðstoð vegna meðferðar brotamála, þegar dómstólar í ríki, sem aðstoðar beiðist, hafa heimild til að dæma til refsingar fyrir afbrotið. Sú aðstoð, sem hér getur komið til, er útgáfa handtökuskipana, birting á ákærum og dómum, stefnuútgáfa, taka vitnaskýrslna, skýrslna mats- manna og ákærðra manna, svo og útgáfa og afhending endur- rita eða útdrátta úr bókum dómstóla. Neita má um aðstoð, ef beiðni um hana varðar stjórnmála- eða fjármunabrot eða ríki, sem beðið er um aðstoð, telur hana ósamrýmanlega fullveldi sínu, öryggi, allsherjarreglu eða öðrum mikilvægum hags- munum. (c) Evrópusamningur um alþjóðlegt gildi refsidóma. 1 þessum samningi, sem hefur enn ekki tekið gildi, er mælt svo fyrir, að búsetuland geti, þegar tiltekin skilyrði eru upp- fyllt, fullnægt dómum, sem kveðnir hafa verið upp í landi, þar sem brot var framið. Búsetulandið getur einnig gert nauð- synlegar ráðstafanir til félagslegrar endurhæfingar þeirra, sem hlotið hafa dóm í öðru landi. Meginatriðið, sem þessi Ev- rópusamningur er byggður á, er aðlögun erléndra dóma að því, sem tíðkast í ríkinu, er hlut á að máli. Gildir þetta um (a) fullnægingu dómsins, (b) regluna „non bis in idem“ og (c) tillit, sem tekið er til dóma frá öðrum ríkjum.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.