Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Qupperneq 14

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Qupperneq 14
framsals allra þeirra manna, sem rétt yfirvöld í öðru aðildar- ríki hafa byrjað aðgerðir gegn vegna grunar um afbrot. Hið sama er um menn, sem lýst er eftir vegna framkvæmdar refsi- dóma eða varðhaldsúrskurða. Ymsar undantekningar eru frá reglunni um skyldu til framsals. Hún gildir ekki um stjórn- málabrot eða herlagabrot, og aðildarríki geta gert þann fyrir- vara, að hún gildi ekki um fjármunabrot. Framsal má venju- lega því aðeins fara fram, að brotið varði refsingu í báðum viðkomandi ríkjum og refsingin geti orðið a. m. k. eins árs frelsissvipting. Hafi maður þegar verið fundinn sekur og við- urlög ákveðin, þarf frelsissviptingin að vera a. m. k. fjórir mánuðir. Ef réttir aðilar í því ríki, sem tekur við beiðni um framsal, hafa kveðið upp endanlegan dóm vegna brotsins, verður ekki orðið við óskinni um framsal, og byggist það á reglunni „non bis in idem“. Fyrningarreglur í öðru hvoru ríkinu geta einnig komið í veg fyrir framsal. (b) Evrópusamningur um gagnkvæma aðstoð varðandi brotamál. Aðilar að þessum samningi skuldbinda sig til að veita hver öðrum alla hugsanlega aðstoð vegna meðferðar brotamála, þegar dómstólar í ríki, sem aðstoðar beiðist, hafa heimild til að dæma til refsingar fyrir afbrotið. Sú aðstoð, sem hér getur komið til, er útgáfa handtökuskipana, birting á ákærum og dómum, stefnuútgáfa, taka vitnaskýrslna, skýrslna mats- manna og ákærðra manna, svo og útgáfa og afhending endur- rita eða útdrátta úr bókum dómstóla. Neita má um aðstoð, ef beiðni um hana varðar stjórnmála- eða fjármunabrot eða ríki, sem beðið er um aðstoð, telur hana ósamrýmanlega fullveldi sínu, öryggi, allsherjarreglu eða öðrum mikilvægum hags- munum. (c) Evrópusamningur um alþjóðlegt gildi refsidóma. 1 þessum samningi, sem hefur enn ekki tekið gildi, er mælt svo fyrir, að búsetuland geti, þegar tiltekin skilyrði eru upp- fyllt, fullnægt dómum, sem kveðnir hafa verið upp í landi, þar sem brot var framið. Búsetulandið getur einnig gert nauð- synlegar ráðstafanir til félagslegrar endurhæfingar þeirra, sem hlotið hafa dóm í öðru landi. Meginatriðið, sem þessi Ev- rópusamningur er byggður á, er aðlögun erléndra dóma að því, sem tíðkast í ríkinu, er hlut á að máli. Gildir þetta um (a) fullnægingu dómsins, (b) regluna „non bis in idem“ og (c) tillit, sem tekið er til dóma frá öðrum ríkjum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.