Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Blaðsíða 19
fyrir greiddum launum, þó að skattþegn neiti að kannast við að hafa fengið launin. Þess eru mörg dæmi, að fram koma launamiðar, sem ekki koma fram í framtölum viðkomandi skattþegna eða að misræmis gæti á launamiða og framtali viðkomandi launþega. 1 slíkum tilfellum ber skattstj óra eins og áður er tekið fram að skora á skattþegn að gefa skýringar á því, af hverju launanna sé ekki getið, eða af hverju mis- ræmið stafi. Neiti skattþegn að hafa þegið laun hjá viðkomandi launa- framteljanda, hefur venjan verið sú, að skattstjóri hefur því aðeins tekið neitunina til greina, að henni fylgi yfirlýsing frá launaframtelj- andanum um, að launin séu ranglega fram talin. Fáist sú yfirlýsing ekki, hefur skattþegn orðið að bera hallann af því. I nýlegum úrskurð- um ríkisskattanefndar hefur þessum sjónarmiðum skattstjóra verið hafnað. Ríkisskattanefnd krafði launaframteljendur í þeim málum um viðkomandi gögn til sönnunar, og í þeim tilvikum, sem þau bárust ekki, var kæran tekin til greina. Hlýtur þetta að teljast eðlilegast, þar sem oft getur skattþegni reynzt torvelt að fá viðurkenningu um rangt launa- framtal frá launaframteljanda, auk þess sem launaframteljandi er sá aðili, sem bezt getur sannað í málinu með framlagningu launakvitt- unar. Þó að telja verði, að eðlilegt sé að leggja það á herðar skattayfir- valda að afla nauðsynlegra gagna í sumum tilvikum verður þó að vera um undantekningartilfelli að ræða, þar sem varla er hægt að ætlazt til þess, þegar tekið er tillit til hins mikla fjölda mála, að þau þurfi að ganga langt í þessu efni. Verður það því almenna reglan, að skatt- stjóri úrskurðar með hliðsjón af þeim gögnum, sem kærandi hefur lagt fram og ekki er að finna nein ákvæði, sem skylda hann til að krefjast viðbótargagna, þó að hann telji gögn skorta. Hlýtur því vönt- un þeirra að leiða af sér synjun skattstjóra á kærunni. Þá er það skilyrði sett í 40. gr., að kæran sé send skattstjóra eða umboðsmanni hans innan 14 daga frá því að skattskrá er lögð fram eða póstlögð var tilkynning um skattbreytingu sbr. 4. mgr. 38. gr. Hér nægir, að kærandi hafi póstlagt kæru sína innan frestsins, en ákvæðið um ákveðinn kærufrest á breytingum skattstjóra er nýmæli og vant- aði í eldri lög. Þetta ákvæði er nú sérstaklega nauðsynlegt vegna breyttra starfsaðferða skattayfirvalda, sem felst í því, að aðalathug- un á framtölum skattþegna fer fram eftir framlagningu skattskrár. Sendi kærandi kæruna ekki innan 14 daga, vísar skattstjóri kær- unni frá sem of seint fram kominni, og ekki mundi þýða að áfrýja slíkum úrskurði til ríkisskattanefndar. Úrskurðir skattstjóra skulu vera rökstuddir, og er það nýmæli í lögunum. Ekki mun ætlazt til, að 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.