Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Blaðsíða 28
Réttaráhrif kæru Skv. 43. gr. laga 8/1971 frestar áfrýjun skattákvörðunar eða deila um skattskyldu ekki eindaga tekju- eða eignarskatts né leysir undan neinum þeim viðurlögum, sem lögð eru við vangreiðslu hans. Þýðir þetta væntanlega, að gjaldandi kemst ekki hjá dráttarvöxtum og lög- takskostnaði vegna vanskila, þó að hann fresti greiðslu vegna áfrýj- unar til ríkisskattanefndar, eða leggi málið undir dómstólana. Vert er að vekja athygli á því ákvæði 43. gr., að endurgreiðsla skuli þegar fara fram, ef skattur er lækkaður eftir úrskurði eða dómi. Ákvæði þetta komst í lögin á árinu 1962, en áður urðu menn að greiða skatta sína með fyrirvara, til þess að eiga möguleika á að fá þá endurgreidda vegna kæru eða síðari málshöfðunar. Eru nokkrir Hæstaréttardómar frá eldri tíma, sem hafnað hafa endurgreiðslu, vegna þess að ekki hafi verið greitt með fyrirvara. Sem dæmi má nefna Hrd. VII bls. 15, XX bls. 33 og XXVII bls. 161, en lengst tel ég ganga Hrd. XVI bls. 400. I máli þessu fór sjómaður nokkur fram á endurgreiðslu á útsvari, sem hann hafði greitt til kaupstaðar nokkurs, en hann hafði talið sig þar til heimilis hjá foreldrum sínum og þar hafði hann talið fram til skatts. Hins vegar hafði hann herbergi á leigu í Reykjavík, og var útsvar einnig lagt á hann þar. Greiddi hann það einnig, eftir að fógetadómur hafði kveðið upp lögtaksúrskurð. Krafði því sjómaðurinn kaupstaðinn um endurgreiðslu á hinu tvígreidda útsvari. Hæstiréttur hafnaði end- urgreiðslukröfunni á þeim forsendum, að stefnandinn hefði greitt fjár- hæðir þær, sem hann vildi endurheimta umyrðalaust án fyrirvara. Ekki gengu þó allir dómar Hæstaréttar eins, því að í Hrd. V. bls. 380 er krafa um endurgreiðslu útsvars tekin til greina og í Hrd. XXV bls. 560 er einnig tekin til greina krafa um endurgreiðslu, en í því tilviki hafði skatturinn verið dreginn frá launum. Frá því að lög nr. 70/1962 tóku gildi, á því ekki að vera vafi um endurgreiðsluskyldu hins opinbera, ef skattar eru lækkaðir. Þó virðist héraðsdómari í máli, sem er að finna í Hrd. XLI bls. 613, ekki hafa tekið tillit til nær samhljóða ákvæðis laga um tekjustofna sveitarfélaga, því að hann telur, að hugsanlegt hefði verið að neita endurgreiðslu, ef stefnandi hefði borið það fyrir sig, að greiðslan var gerð án fyrirvara, og málið hefði ekki verið kært til skattayfirvalda. Dómarinn taldi, að fyrirvari hefði falizt í því, að stefnandinn kærði álagninguna. í 4. mgr. 38. gr. eru þau ákvæði, að hafi skattar verið hækkaðir skv. greininni, skuli ekki tilkynna innheimtumanni ríkissjóðs skattbreyt- inguna fyrr en að loknum kærufresti til skattstjóra eða að loknum úr- skurði kæru, hafi gjaldandi kært breytinguna, sbr. ákvæði 40. gr. I 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.