Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Blaðsíða 65

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Blaðsíða 65
Bandalagi háskólamanna NÝ LÖG UM KJARASAMNINGA OPINBERRA STARFSMANNA Fyrir Ikömmu voru sett ný lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna, lög nr. 46/1973. Lagasetningin byggðist á frumvarpi, sem samið var af nefnd, er fjármála- ráðherra skipaði 7. marz 1972 til að „endurskoða gildandi lög nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins með síðari breytingum, lög nr. 55/ 1962 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, með síðari breytingum, svo og lög nr. 33/1915 um verkfall opinberra starfsmanna". i nefndinni áttu sæti: Benedikt Sigurjónsson hrd., formaður, Arnmundur Backman lögfræð- ingur, Björgvin Vilmundarson bankastjóri, dr. Gunnar Thoroddsen prófessor, Ingólfur A. Þorkelsson kennari, Vilhjálmur Hjálmarsson alþm., Kristján Thor- lacius deildarstjóri, nefndur af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Albert Kristinsson deildarstjóri, nefndur af BSRB og dr. Ragnar Ingimarsson dósent, nefndur af Bandalagi háskólamanna (BHM). Varamenn voru Ingi Krist- insson skólastjóri frá BSRB og Þór Vilhjálmsson prófessor frá BHM, og tóku þeir þátt í störfum nefndarinnar. Dr. Ragnar Ingimarsson hætti störfum í nefndinni á s.l. vetri, en í hans stað kom Hrafn Bragason borgardómari, nefnd- ur af BHM. í erindisbréfi til nefndarmanna var vitnað til málefnasamnings ríkisstjórnar- innar, en þar segir: „Ríkisstjórnin vill, að opinberir starfsmenn fái fullan samningsrétt um kjör sín, enda hverfi þá öll sjálfvirk tengsl á milli launa- samninga þeirra og annars launafólks." Við þetta hafði ráðherra bætt þessari setningu: ,,Þá skal lagt til grundvallar að ríkið geti ætíð rækt brýnustu starf- semi sína, þótt ríkisstarfsmönnum verði að einhverju marki veittur verkfalls- réttur." Nefndin gerði ráð fyrir því í upphafi, að opinberum starfsmönnum yrði veittur verkfallsréttur. Skoðanir nefndarmanna reyndust nokkuð skiptar um lausn þessara mála, sérstaklega ráðningarkjör og víðfeðmi verkfallsrétt- ar. Fulltrúar stéttarfélaga opinberra starfsmanna í nefndinni beindu spurning- um til fjármálaráðuneytisins um þessi atriði, en svör fengust seint og voru nokkuð óljós. Fljótlega kom fram, að bæði ráðuneytið og félögin settu sig í samningastöðu varðandi endurskoðun laganna. Gildandi kjarasamningar renna út 31. desember 1973. Eftir áramótin síð- ustu varð Ijóst, að ógerlegt var að Ijúka heildarendurskoðun svo snemma, að nýjum reglum yrði beitt um þá samninga, sem taka eiga gildi 1. janúar 1974. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.