Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 65

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 65
Bandalagi háskólamanna NÝ LÖG UM KJARASAMNINGA OPINBERRA STARFSMANNA Fyrir Ikömmu voru sett ný lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna, lög nr. 46/1973. Lagasetningin byggðist á frumvarpi, sem samið var af nefnd, er fjármála- ráðherra skipaði 7. marz 1972 til að „endurskoða gildandi lög nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins með síðari breytingum, lög nr. 55/ 1962 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, með síðari breytingum, svo og lög nr. 33/1915 um verkfall opinberra starfsmanna". i nefndinni áttu sæti: Benedikt Sigurjónsson hrd., formaður, Arnmundur Backman lögfræð- ingur, Björgvin Vilmundarson bankastjóri, dr. Gunnar Thoroddsen prófessor, Ingólfur A. Þorkelsson kennari, Vilhjálmur Hjálmarsson alþm., Kristján Thor- lacius deildarstjóri, nefndur af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Albert Kristinsson deildarstjóri, nefndur af BSRB og dr. Ragnar Ingimarsson dósent, nefndur af Bandalagi háskólamanna (BHM). Varamenn voru Ingi Krist- insson skólastjóri frá BSRB og Þór Vilhjálmsson prófessor frá BHM, og tóku þeir þátt í störfum nefndarinnar. Dr. Ragnar Ingimarsson hætti störfum í nefndinni á s.l. vetri, en í hans stað kom Hrafn Bragason borgardómari, nefnd- ur af BHM. í erindisbréfi til nefndarmanna var vitnað til málefnasamnings ríkisstjórnar- innar, en þar segir: „Ríkisstjórnin vill, að opinberir starfsmenn fái fullan samningsrétt um kjör sín, enda hverfi þá öll sjálfvirk tengsl á milli launa- samninga þeirra og annars launafólks." Við þetta hafði ráðherra bætt þessari setningu: ,,Þá skal lagt til grundvallar að ríkið geti ætíð rækt brýnustu starf- semi sína, þótt ríkisstarfsmönnum verði að einhverju marki veittur verkfalls- réttur." Nefndin gerði ráð fyrir því í upphafi, að opinberum starfsmönnum yrði veittur verkfallsréttur. Skoðanir nefndarmanna reyndust nokkuð skiptar um lausn þessara mála, sérstaklega ráðningarkjör og víðfeðmi verkfallsrétt- ar. Fulltrúar stéttarfélaga opinberra starfsmanna í nefndinni beindu spurning- um til fjármálaráðuneytisins um þessi atriði, en svör fengust seint og voru nokkuð óljós. Fljótlega kom fram, að bæði ráðuneytið og félögin settu sig í samningastöðu varðandi endurskoðun laganna. Gildandi kjarasamningar renna út 31. desember 1973. Eftir áramótin síð- ustu varð Ijóst, að ógerlegt var að Ijúka heildarendurskoðun svo snemma, að nýjum reglum yrði beitt um þá samninga, sem taka eiga gildi 1. janúar 1974. 63

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.