Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Blaðsíða 67

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Blaðsíða 67
Uppsagnarfrestur kjarasamninga af hendi beggja aðila skal eigi vera skemmri en 4 mánuðir miðað við áramót. Uppsögn aðalkjarasamnings felur í sér uppsögn þeirra sérsamninga, er aðildarfélög heildarsamtaka gera. Sam- tímis uppsögn skal senda kröfugerð og megintillögur um nýjan aðalkjara- samning, og eiga samningaviðræður að hefjast þegar í stað. Kröfugerð um sérsamninga skal senda þegar mánuður er liðinn frá upphafi uppsagnarfrests. Þegar mánuður er liðinn af uppsagnarfresti, skal sáttasemjari ríkisins sjálf- krafa taka kjaradeilu til meðferðar og reyna sættir, hafi deilu ekki verið vísað til hans áður eða samningur komizt á. Ef deila um aðalkjarasamning er eigi til lykta leidd að liðnum 2 mánuðum uppsagnarfrests, tekur Kjaradómur við málinu. Aðilar skulu þá þegar senda dómnum greinargerðir, enda er þá meðferð sáttasemjara lokið. Kjaradómur er skipaður á sama hátt og áður, en þó með breytingu, sem leiðir af því, að nú geta fleiri en ein heildarsamtök haft samningsréttinn. Skulu þau nefna einn dómanda hvert í dóminn. Slíkur dómandi tekur sæti, þegar fjallað er um mál, sem þau*heildarsamtök, er nefndu hann, eru aðilar að. Kjaradómur skal hafa lagt dóm á ágreiningsefni fyrir lok uppsagnarfrests, þ. e. fyrir áramót næst á eftir uþpsögn. Þegar aðalkjarasamningur hefur verið gerður, eða Kjaradómur hefur lokið dómi á kjaradeilu um aðalkjarasamninga, skulu stjórnir einstakra félaga hefja samninga um þau atriði, er þau eiga samningsrétt um. Aðilar geta vísað þessum kjaradeilum til sáttasemjara ríkisins. Þeim atriðum, sem eigi hefur verið samið um fyrir 1. maí, skal skotið til Kjaradóms, er sker til fullnaðar úr ágreiningi aðila innan 2 mánaða. Sérsamningar eða úrskurðir kjaradóms samkvæmt þessu koma til framkvæmda um leið og aðalkjarasamningur eða dómur Kjaradóms um aðalkjarasamning, þ. e. 1. júlí næstan á eftir samnings- gerð. Ákvæði laganna um meðferð mála fyrir Kjaradómi eru óbreytt frá eldri lögum. Ákvæði nýju laganna um kjaranefnd eru einnig í samræmi við eldri lög. Félagsdómur dæmir í málum, sem rísa milli samningsaðila út af brotum á lögunum, ágreining um skilning á kjarasamningi og gildi hans og um félagsréttindi ríkisstarfsmanna. Eru ákvæði þessi óbreytt frá eldri lögum. Hefur þá verið fjallað um aðalbreytingarnar, sem verða eftir þessa nýju lagasetningu. Skv. bráðabirgðaákvæðum verður meðferð næstu kjarasamn- inga með nokkrum þýðingarmiklum frávikum frá því, sem hér er lýst. Til viðbótar má hér nefna tvær breytingar, sem nokkra þýðingu geta haft: Fyrri breytingin felst í því, að nýju lögin gera ráð fyrir, að kjör starfsmanna nýrra ríkisstofnana skuli ákveða með samkomulagi milli fjármálaráðherra og þeirra aðildarfélaga viðurkenndra heildarsamtaka, sem í hlut eiga. Náist ekki samkomulag, skal kjaranefnd skera úr deilunni. Sama gildi, ef stofnaðar eru nýjar stöður. Skv. eldri lögum ákvað fjármálaráðherra í samráði við ráðherra þann, er fór með mál stofnunar og stjórn BSRB svo og með hliðsjón af því, sem gilti um hliðstæðar og sambærilegar stofnanir, kjör starfsmanna nýrra stofnana. Með sama hætti ákvað fjármálaráðherra kjör starfsmanna, sem skipaðir voru í nýjar stöður. Hin breytingin felst í því, að skv. eldri lögum var borgar-, bæjar- og sveitar- stjórn skylt að veita starfsmönnum sínum samningsrétt í samræmi við þá- gildandi lög, ef hlutaðeigandi starfsmannafélag óskaði þess. Skyldi nánar kveðið á um það í reglugerð, er félagsmálaráðherra setti. Skv. nýju lögunum 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.