Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Blaðsíða 35
skattþegn verða ekki ábyrgir fyrir greiðslu hennar, þótt þeir á sak- næman hátt stuðli að undandrætti skattþegns á skattstofni, sbr. hins vegar refsiverða hlutdeild skv. 3. og 4. mgr. 48. gr.5) 4) Núgildandi ákvæði um skattlagningu eftir á eiga sér langan að- draganda. Hér skal einungis vikið að ákvæðum 1. nr. 46/1954, um tekjuskatt og eignarskatt. Ákvæði um þetta efni voru þar nokkuð dreifð, sbr. 35. gr. 2. mgr., 48. gr. og 49. gr. Þó að tvö hin síðarnefndu ákvæði væru tengd ákvæðum um viðurlög, virðist ekki hafa verið litið öðru vísi á þetta réttaratriði þá en nú er gert. 1 48. gr. ). nr. 46/1954 var kveðið á um skattgreiðslu auk sektar, sbr. nú 3. mgr. 38. gr. 1. nr. 68/1971. 1 2. mgr. 48. gr. var svohljóðandi ákvæði: Sömu skyldu til að greiða skatt eftir á hefur og hver sá, sem af afsakanlegum misskilningi eða misgáningi hefur skýrt frá tekj- um sínum eða eignum lægri en vera bar og því greitt minni skatt en honum bar skylda til. Ákvæði þetta er efnislega í samræmi við 1. mgr. 38. gr. núgildandi laga, eins og það verður nú skýrt, þótt orðalag þess sé annað og styttra. Hér hefur því lengi verið byggt á hlutrænum grundvelli gagn- stætt ábyrgð á saknæmisgrundvelli skv. 48. gr. (ásetningur eða stór- kostlegt hirðuleysi). Nokkurs konar millistig eru viðurlögin skv. 47. gr. (viðbótarálag). Þeim má beita án tillits til sakar, en þau hafa hins vegar á sér refsiblæ að því leyti, að þau eru ákveðin tiltekin hlut- fallstala, sem bætt er ofan á sannreyndan undandrátt skattstofns. Með því er farið út fyrir eiginlegar skattkröfur hins opinbera. I 2. mgr. 35. gr. 1. nr. 46/1954 var ákvæði, er bar nokkurn svip af viðurlagareglu (nú breytt í 2. mgr. 37. gr., sbr. þó 47. gr.). Samkvæmt því skyldi áætla tekjur og eign þess, er enga skýrslu gefur, svo ríf- lega, að ekki væri hætt við, að upphæðin væri sett lægri en hún á að vera í raun réttri, enda skyldi hún vera a. m. k. 10% hærri en skatt- mat næst á undan, og ef vanræksla var ítrekuð, þá skyldi hækkunin vera minnst tvöföld á við hækkunina árið á undan. Síðan var í lok málsgreinarinnar ákvæði, er sérstaklega laut að skattaukagreiðslu. Þar sagði: Komi síðar í ljós, að áætlun hefur verið of lág eða skattþegni hefur ekki verið gert að greiða skatt af öllum tekjum sínum og eignum, er heimilt að reikna skatt gjaldanda að nýju, þó ekki lengra aftur í tímann en 5 ár. Hér gat verið nokkurt vafamál, hvernig með skyldi fara, ef áætlun reyndist of lág, hvort gjaldanda nægði að greiða það, sem vantaði á rétta álagningu miðað við skattstofn eða hvort ofan á það kæmi ein- 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.