Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Blaðsíða 37
numið með 1. nr. 30/1971, sbr. nú 12. gr. C. 1. nr. 68/1971 (eignar- skattur félaga, sem greiddur hefur verið á árinu). 6) Ef skattaukakrafa ætti að ná til alls þess tjóns, sem af undan- drætti skatts leiðir fyrir ríkissjóð, ætti að svara vöxtum af hinum undandregna skatti frá þeim tíma, er undandráttur átti sér stað. Skattkrafa, þ. á m. skattaukakrafa skv. 38. gr., er allsherjarréttar- krafa. Henni fylgja ekki vextir að íslenzkum lögum. Ákvæði um vexti má finna í erlendri löggjöf, oftast þannig, að sök er áskilin.9) Viðbótarálag skv. 47. gr. gegnir þó m. a. því hlutverki að vinna upp vaxtatjón ríkissjóðs. Hins vegar er í 46. gr. 1. nr. 68/1971 heimild til að beita dráttarvöxtum til að knýja fram greiðslu, en þeir vextir byrja ekki að falla fyrr en mánuði eftir gjalddaga. IV. Skilyrði skattlagningar eftir á (skattauka). 1) Hlutræn skilyrði. a) Skattlagning eftir á er hlutrænt byggð á því, að tekjur eða eignir hafi við upphaflega álagningu verið lægri samkvæmt framtali gjald- anda en vera bar, þ. e. röng, eða þá að ekki var talið fram til skatts, af hvaða ástæðum sem það var. Hin ranga álagning verður að eiga rót sína að rekja til rangra upplýsinga í framtali eða vöntunar á framtali. Verði álagning, sem birt hefur verið skattþegni, einungis rakin til mistaka skattstjóra eða starfsmanna hans, virðist mjög hæpið að hækka álagninguna. Heimild er ekki til þess í 38. gr., en hins vegar er á það að líta, að lögin virtust ekki útiloka, að ríkis- skattstjóri gæti skv. 4. mgr. 42. gr. fengið slíkri ákvörðun breytt til hækkunar hjá ríkisskattanefnd. Má ætla, að hér hafi orðið breyting á með 1. nr. 7/1972, sbr. nánar IV, 2). b) Ekki verður hjá því komizt að vekja athygli á heimild skattstjóra skv. 37. gr. til að leiðrétta augljósar reikningsskekkjur í framtali svo og einstaka liði, ef þeir eru í ósamræmi við gildandi lög og fyrir- mæli. Enn fremur er skattstjóra heimilt að leiðrétta einstaka liði, ef telja má, að óyggjandi upplýsingar séu fyrir hendi, en þá skal strax gera skattþegni viðvart um breytingar. Hafi skattþegn fært til frádráttar liði, sem ekki eru frádráttarbærir, svo sem tekjuskatt eða greitt meðlag, getur skattstjóri hiklaust strikað þá liði út. Aðrar breytingar en hér sagði getur skattstjóri ekki gert, nema hann full- nægi áskorunarskyldu sinni, sbr. 37. gr. og 3. mgr. 38. gr. c) Við skattlagningu eftir á er lagt á þær tekjur og eignir, sem ekki hafa þegar verið skattlagðar. Spurning er, hvort unnt sé við hina síðbúnu skattlagningu að endurmeta skattþegni í hag þann álagning- 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.