Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Blaðsíða 36
hver greiðsla vegna reglunnar um 10% álag eða tvöföldun á skattmat næst á undan, ef til vill með hliðsjón af 46. gr. Ákvæði þetta er nú breytt, svo sem áður var getið. Ljóst er, að í núgildandi lögum er víðtæk heimild skv. 47. gr. til refsikenndrar viðbótarálagningar á van- goldinn skatt. Hér má minna á 21. gr. 1. nr. 10/1960, um söluskatt, þar sem kveðið er á um greiðslu vangoldins skatts og viðbótarálag allt að 10%. Virð- ist eiga að skýra ákvæðið svo, að ætíð megi bæta allt að 10% við hinar raunverulegu fjárhæðir og það eins þótt skattur sé reiknaður aftur í tímann skv. 2. mgr. 21. gr.°) Loks skal hér getið 2. mgr. 48. gr. 1. nr. 68/1971 um tvöfalda greiðslu úr dánarbúi. Vegna sambands 2. mgr. við 1. mgr. 48. gr. (Nú verður slíkt uppvíst . ..) sýnist verða að líta á þessa greiðslu sem hreina skattsekt (ásetningur eða stórkostlegt hirðuleysi framteljanda). Ástæðan til að hún er höfð tvöföld, en ekki tíföld, eins og í 1. mgr., er tillitið til erfingjanna, sem oftast eru grandlausir með öllu.7) 5) Mikilvægt er, að aðgreining sé skýr milli skattlagningar og við- urlaga. Slík aðgreining getur haft þýðingu að lögum, svo sem um skuldaröö við gjaldþrotaskipti eða í skuldafrágöngudánarbúi, sbr. 83. gr. b-lið 3. tl. 1. nr. 3/1878 (skattar og gjöld). Sektir njóta ekki for- gangsréttar að þessu leyti og líklega ekki heldur viðbótarálag skv. 47. gr. Þar á móti kemur, að skv. 51. gr. 1. nr. 68/1971 fylgir lög- taksréttur sektum þeim, sem ákveðnar eru eftir 48. gr. Eðlilegt er, að sama regla gildi um viðurlög skv. 47. gr., og hefði þurft að taka það fram í greininni. Má vera, að í þessu sambandi sé litið á viðbótar- álag 47. gr. sem skattgreiðslu. Þetta hefur þá þýðingu, að viðurlaga- greiðslur njóta hér gagnsætt því, sem venjulegast er um viðurlög, þess sérstaka forgangsréttar að vera utan skuldaraðar, sbr. 34. gr. 1. nr. 3/1878.8) Komi krafa ríkissjóðs fyrst fram í dánarbú eða þrota- bú gjaldþegns, verður lögtak ekki gert skv. 34. gr. skiptalaga, en krafa um skattgreiðslu nýtur þar forgangsréttar skv. 8. kap. skipta- laga. 1 lögum eru stundum ákvæði um, að gjöld séu frádráttarbær til skatts. Heimild af þessu tagi er væntanlega takmörkuð við skatt- greiðslur, en tekur ekki til viðurlagagreiðslna. Sem dæmi má nefna 3. mgr. 31. gr. 1. nr. 51/1964 (ekki í gildi lengur): Útsvör s.l. árs skulu einnig dregin frá hreinum tekjum, ef þau hafa verið greidd að fullu fyrir áramót næst á undan niðurjöfnun. Enn fremur má minna á 12. gr. B. 1. nr. 90/1965 (eignarskattur og eignaútsvör, sem greidd hafa verið á árinu). Þetta ákvæði var af- 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.