Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Page 36

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Page 36
hver greiðsla vegna reglunnar um 10% álag eða tvöföldun á skattmat næst á undan, ef til vill með hliðsjón af 46. gr. Ákvæði þetta er nú breytt, svo sem áður var getið. Ljóst er, að í núgildandi lögum er víðtæk heimild skv. 47. gr. til refsikenndrar viðbótarálagningar á van- goldinn skatt. Hér má minna á 21. gr. 1. nr. 10/1960, um söluskatt, þar sem kveðið er á um greiðslu vangoldins skatts og viðbótarálag allt að 10%. Virð- ist eiga að skýra ákvæðið svo, að ætíð megi bæta allt að 10% við hinar raunverulegu fjárhæðir og það eins þótt skattur sé reiknaður aftur í tímann skv. 2. mgr. 21. gr.°) Loks skal hér getið 2. mgr. 48. gr. 1. nr. 68/1971 um tvöfalda greiðslu úr dánarbúi. Vegna sambands 2. mgr. við 1. mgr. 48. gr. (Nú verður slíkt uppvíst . ..) sýnist verða að líta á þessa greiðslu sem hreina skattsekt (ásetningur eða stórkostlegt hirðuleysi framteljanda). Ástæðan til að hún er höfð tvöföld, en ekki tíföld, eins og í 1. mgr., er tillitið til erfingjanna, sem oftast eru grandlausir með öllu.7) 5) Mikilvægt er, að aðgreining sé skýr milli skattlagningar og við- urlaga. Slík aðgreining getur haft þýðingu að lögum, svo sem um skuldaröö við gjaldþrotaskipti eða í skuldafrágöngudánarbúi, sbr. 83. gr. b-lið 3. tl. 1. nr. 3/1878 (skattar og gjöld). Sektir njóta ekki for- gangsréttar að þessu leyti og líklega ekki heldur viðbótarálag skv. 47. gr. Þar á móti kemur, að skv. 51. gr. 1. nr. 68/1971 fylgir lög- taksréttur sektum þeim, sem ákveðnar eru eftir 48. gr. Eðlilegt er, að sama regla gildi um viðurlög skv. 47. gr., og hefði þurft að taka það fram í greininni. Má vera, að í þessu sambandi sé litið á viðbótar- álag 47. gr. sem skattgreiðslu. Þetta hefur þá þýðingu, að viðurlaga- greiðslur njóta hér gagnsætt því, sem venjulegast er um viðurlög, þess sérstaka forgangsréttar að vera utan skuldaraðar, sbr. 34. gr. 1. nr. 3/1878.8) Komi krafa ríkissjóðs fyrst fram í dánarbú eða þrota- bú gjaldþegns, verður lögtak ekki gert skv. 34. gr. skiptalaga, en krafa um skattgreiðslu nýtur þar forgangsréttar skv. 8. kap. skipta- laga. 1 lögum eru stundum ákvæði um, að gjöld séu frádráttarbær til skatts. Heimild af þessu tagi er væntanlega takmörkuð við skatt- greiðslur, en tekur ekki til viðurlagagreiðslna. Sem dæmi má nefna 3. mgr. 31. gr. 1. nr. 51/1964 (ekki í gildi lengur): Útsvör s.l. árs skulu einnig dregin frá hreinum tekjum, ef þau hafa verið greidd að fullu fyrir áramót næst á undan niðurjöfnun. Enn fremur má minna á 12. gr. B. 1. nr. 90/1965 (eignarskattur og eignaútsvör, sem greidd hafa verið á árinu). Þetta ákvæði var af- 34

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.