Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Blaðsíða 59

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Blaðsíða 59
miða fullframningarstigið við það tímamark, svo sem áður var getið. Skv. íslenzku lögunum er það ekki refsileysisástæða, ef skattþegn vill af sjálfsdáðum, eftir að brot er fullframið, leiðrétta framtal sitt. Þess háttar heimild fyrirfinnst í lögum annarra landa.43) Verður að láta sitja við refsilækkunar- og refsibrottfallsheimildir 74. gr. alm. hgl. 3) Hlutdeild. í 3. og 4. mgr. 48. gr. eru ákvæði um hlutdeild. 1 3. mgr. er hverjum þeim gerð sekt, sem af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi gefur skattyfirvöldum rangar eða villandi upplýsingar um atriði, sem varða skattframtöl annarra aðila, eða gegnir ekki skyldu sinni skv. 36. gr. 1 4. mgr. er hverjum þeim gerð sekt, sem í atvinnuskyni aðstoðar við ranga eða villandi skýrslugjöf til skattyfirvalda. Hvorugt ákvæðið tekur til aðstoðar við gerð rangrar framtalsskýrslu, ef það er ekki í atvinnuskyni gert. Er vafasamt, að til þess sé ætlazt, að beita megi al- menna hlutdeildarákvæðinu í 22. gr. alm. hgl. með lögjöfnun. Ákvæði 3. og 4. mgr. eru um flest sjálfstæð, hafa tilteknar verknaðarlýsingar, sem fela ekki í sér hvers konar hlutdeild í brotum skv. 1. mgr. Þau hafa sérreglu um ákvörðun sekta (allt að helmingur þeirrar fjárhæðar, er undan skyldi draga). Beita má varðhaldi skv. 5. mgr. Ákvæði 2. og 3. mgr. 22. gr. alm. hgl. eiga ekki við. I 4. mgr. 48. gr. er sennilega gert ráð fyrir ásetningi sem refsiskilyrði, en slík takmörkun hefði þurft að koma fram. Orðin „í atvinnuskyni" eiga einkum við endur- skoðendur, lögmenn og aðra bókhaldsráðgjafa. Aðstoðin getur verið aðalatvinna eða aukastarf, um lengri eða skemmri tíma. TILVITNANIR 1 Þar sem vitnað verður til lagagreina, án þess að getið sé laganna, er átt við lög nr. 68/1971, um tekjuskatt og eignarskatt. 2 Vakin er athygli á orðalagsmun. Skv. þessu ákvæði hefur skattstjóri heimild til að gera aðila söluskatt, en skv. 38. gr. laga 68/1971 skal skattþegn greiða eftir á, sbr. þó 2. mgr. 52. gr. 3 Sbr. J. Hartvig Jacobsen, Skatteretten, bls. 364. 4 Jþrgen Smith, Skatteunddragelser, efterbetaling og straf, bls. 43. 5 Hér er rétt að minna á samábyrgð hjóna skv. 3. gr. Félög og fyrirtæki bera ein- dregna skattgreiðsluskyldu skv. 5. gr. án tillits til saknæms atferlis starfsmanna þeirra. Þessir starfsmenn geta hins vegar sætt sjálfstæðri refsiábyrgð skv. 48. gr. Sjá einnig Jþrgen Smith, Skatteunddragelser, bls. 43—44. 6 Vegna lokaákvæðis 1. mgr. 21. gr. virðist skyldan haldast, nema skattaðili færi gildar ástæður sér til afsökunar. Vafasamt er, að af þessu megi draga þá ályktun, að skylt geti orðið skv. 2. mgr. greinarinnar að gera aðila söluskatt eftir á. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.