Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Blaðsíða 26
framt tekið upp málið til lækkunar, ef liann sér ástæðu til, án þess að leggja málið fyrir ríkisskattanefnd, eins og var í eldri lögum. Þetta tel ég þó, að hann geti ekki, eins og áður er sagt, ef hann er að álykta um úrskurð, sem skattstjóri hefur kveðið upp í kærumáli. 1 þeim til- vikum yrði ríkisskattstjóri að áfrýja málinu skv. 41. gr. Þetta ákvæði um heimild ríkisskattstjóra til upptöku, ætti að vera leið fyrir skattþegn til að fá leiðréttingu á rangt álögðum sköttum. Geti skattþegn sýnt ríkisskattstjóra fram á, að skattar hans séu ranglega álagðir, verður erfitt fyrir hann að neita leiðréttingu. Ekki veit ég til, að reynt hafi á þetta nýja ákvæði, enda gilti fyrra starf- svið ríkisskattanefndar til 1. október s.l., en eins og framkvæmdin var, taldi ríkisskattanefndin sér það skylt að verða við ósk um leiðréttingu, þegar augljóst var, að álagningin var röng. Þetta ákvæði 42. gr. þýðir í raun og veru, að kærufrestur sé endalaus. Aldrei hefur þó verið leið- réttur skattur eldri en 6 ára, og er þá höfð hliðsjón af 38. gr. laganna, sem takmarkar endurupptöku skatts við 6 ár. Þeirri grein er ætlað að vernda skattþegna fyrir því, að skattyfirvöld hækki skatta þeirra lengra aftur í tímann en 6 ár, og ætti ekki að takmarka breytingar á sköttum skattþegnum í vil, en við þau mörk hefur ríkisskattstjóri þó bundið sig. Sem dæmi um slíkar leiðréttingar vil ég nefna, að með Hrd.XXXVIIT bls. 951 hnekkti Hæstiréttur áralangri starfsreglu skattayfirvalda við álagningu aðstöðugjalds. I máli þessu krafðist skattþegninn þess, að ekki væri lagt aðstöðugjald á milliveltu fyrirtækisins, sem rak hús- gagnavinnustofu og verzlun. Skattayfirvöld höfðu þá reglu að telja hvern þátt í margþættum atvinnurekstri sem sjálfstæðan aðstöðu- gjaldsstofn, og lagði því skattstjóri aðstöðugjald á áætlað verðmæti þeirra vara, sem fóru frá húsgagnavinnustofunni í eigin verzlun. Hæstiréttur féllst ekki á þessa álagningaraðferð og tók kröfu skatt- þegnsins til greina. Eftir dóm þennan bárust ríkisskattstjóra nokkrar óskir frá aðilum, sem eins var ástatt um, og leiðrétti ríkisskattanefnd aðstöðugjaldið skv. heimild í 42. gr., þó að álagningin hefði ekki verið kærð á sínum tíma og aðstöðugjaldið þegar greitt án fyrirvara. Rannsóknarmál Með lögum nr. 42/1964 var stofnuð rannsóknardeild við embætti rík- isskattstjóra, en ákvæði um hana er nú að finna í 3. mgr. 42. gr. laga nr. 68/1971, þar sem segir: „Við embætti ríkisskattstjóra skal starfa rannsóknardeild, er hafi með höndum rannsóknir skv. lögum þessum, sbr. 4. mgr. 36. gr. og 2. mgr. þessarar greinar. Forstöðumaður deild- 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.