Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Blaðsíða 21
Af þessu sést, að ríkisskattanefnd hefur ávallt meira eða minna haft með höndum álagningarstörf og önnur störf, sem snerta fram- kvæmd skattamála, sem telja verður ósamrýmanleg starfi dómstóls. Með lögum nr. 7/1972 er gerð breyting á þessu. Með 13. gr. laganna er ákveðið, að ríkisskattstjóri eigi ekki lengur sæti í ríkisskattanefnd. I nefndinni skulu eiga sæti þrír menn og þrír til vara. Skal fjármála- ráðherra skipa formann og varaformann, en þeir skulu fullnægja skil- yrðum til að vera skipaðir héraðsdómarar, hafa lokið prófi í hagfræði eða viðskiptafræði, vera löggiltir endurskoðendur eða hafa aflað sér sérþekkingar á skattalöggjöf og framkvæmd hennar. Aðra nefndar- menn og varamenn, þ. e. samtals fjóra menn, skipar ráðherra úr hópi sex manna, sem Hæstiréttur tilnefnir sem hæfa til starfsins. 1 3. mgr. greinarinnar er tekið fram, að ríkisskattanefnd skuli vera óháður úrskurðaraðili í ágreiningsmálum út af álagningu skatta, eins og nánar er ákveðið í lögum þessum, og tekið er fram, að í nefndina megi ekki skipa menn, sem gegna ábyrgðar- eða trúnaðarstöðum við stjórn samtaka atvinnurekenda, stéttarfélaga eða á sviði fjármála og skattheimtu hjá ríki og sveitarfélögum. Með þessu ákvæði virðist miðað að því að slíta nefndina úr tengsl- um við önnur stjórnvöld og gera hana að dómstóli í skattamálum, sbr. orðalag í greinargerð laganna um 13. gr., þar sem segir: „Er þetta ákvæði sett til að tryggja henni það traust almennings, sem hverjum dómstóli er nauðsynlegt.“ Með 15. gr. laga 7/1972 er síðan nefndin losuð undan öllum álagn- ingarstörfum og öðrum störfum, er snerta framkvæmd skattamála, og henni ætlað það eitt verkefni að úrskurða þær kærur, sem til henn- ar koma. Þó má ef til vill segja að líta verði á það sem álagningarstörf, þegar með kæru til ríkisskattanefndar kemur framtal, sem ekki hefur komið áður. En gert er ráð fyrir, að ríkisskattanefnd ákveði skatta skv. slíku framtali með hliðsjón af viðurlögum 47. gr. 7. mgr. Samkv. 41. gr. laga nr. 68/1971 er kærufrestur til ríkisskattanefndar 21 dagur frá uppkvaðningu úrskurðar skattstjóra, og gildir það sama og um kærur til skattstjóra, að nægilegt er, að þær séu póstlagðar innan frestsins. Skv. 3. og 9. mgr. 41. gr. skal ríkisskattstjóri vera umboðsmaður fjármálaráðherra og annarra gjaldkrefjenda í málum fyrir ríkisskatta- nefnd, og verður því framvegis nokkurs konar málflutningsmaður þess- ara aðila. Samkvæmt 2. mgr. lagagreinarinnar er ríkisskattstjóra heimilt að skjóta úrskurðum skattstjóra til ríkisskattanefndar á næstu þremur 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.