Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Page 21

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Page 21
Af þessu sést, að ríkisskattanefnd hefur ávallt meira eða minna haft með höndum álagningarstörf og önnur störf, sem snerta fram- kvæmd skattamála, sem telja verður ósamrýmanleg starfi dómstóls. Með lögum nr. 7/1972 er gerð breyting á þessu. Með 13. gr. laganna er ákveðið, að ríkisskattstjóri eigi ekki lengur sæti í ríkisskattanefnd. I nefndinni skulu eiga sæti þrír menn og þrír til vara. Skal fjármála- ráðherra skipa formann og varaformann, en þeir skulu fullnægja skil- yrðum til að vera skipaðir héraðsdómarar, hafa lokið prófi í hagfræði eða viðskiptafræði, vera löggiltir endurskoðendur eða hafa aflað sér sérþekkingar á skattalöggjöf og framkvæmd hennar. Aðra nefndar- menn og varamenn, þ. e. samtals fjóra menn, skipar ráðherra úr hópi sex manna, sem Hæstiréttur tilnefnir sem hæfa til starfsins. 1 3. mgr. greinarinnar er tekið fram, að ríkisskattanefnd skuli vera óháður úrskurðaraðili í ágreiningsmálum út af álagningu skatta, eins og nánar er ákveðið í lögum þessum, og tekið er fram, að í nefndina megi ekki skipa menn, sem gegna ábyrgðar- eða trúnaðarstöðum við stjórn samtaka atvinnurekenda, stéttarfélaga eða á sviði fjármála og skattheimtu hjá ríki og sveitarfélögum. Með þessu ákvæði virðist miðað að því að slíta nefndina úr tengsl- um við önnur stjórnvöld og gera hana að dómstóli í skattamálum, sbr. orðalag í greinargerð laganna um 13. gr., þar sem segir: „Er þetta ákvæði sett til að tryggja henni það traust almennings, sem hverjum dómstóli er nauðsynlegt.“ Með 15. gr. laga 7/1972 er síðan nefndin losuð undan öllum álagn- ingarstörfum og öðrum störfum, er snerta framkvæmd skattamála, og henni ætlað það eitt verkefni að úrskurða þær kærur, sem til henn- ar koma. Þó má ef til vill segja að líta verði á það sem álagningarstörf, þegar með kæru til ríkisskattanefndar kemur framtal, sem ekki hefur komið áður. En gert er ráð fyrir, að ríkisskattanefnd ákveði skatta skv. slíku framtali með hliðsjón af viðurlögum 47. gr. 7. mgr. Samkv. 41. gr. laga nr. 68/1971 er kærufrestur til ríkisskattanefndar 21 dagur frá uppkvaðningu úrskurðar skattstjóra, og gildir það sama og um kærur til skattstjóra, að nægilegt er, að þær séu póstlagðar innan frestsins. Skv. 3. og 9. mgr. 41. gr. skal ríkisskattstjóri vera umboðsmaður fjármálaráðherra og annarra gjaldkrefjenda í málum fyrir ríkisskatta- nefnd, og verður því framvegis nokkurs konar málflutningsmaður þess- ara aðila. Samkvæmt 2. mgr. lagagreinarinnar er ríkisskattstjóra heimilt að skjóta úrskurðum skattstjóra til ríkisskattanefndar á næstu þremur 19

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.