Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 18

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 18
Hafi framtal ekki borizt, skal skattstjóri áætla tekjur og eign skatt- þegns svo ríflega, að ekki sé hætt við, að upphæðin sé sett lægri en hún á að vera í raun réttri að viðbættu 25% álagi, sbr. 4. mgr. 47. gr. Hafi framtal komið óundirritað, ber ekki að taka það til greina, en gefa ætti framteljanda kost á að bæta úr gallanum. t þessu sambandi vil ég benda á Hrd. XXXVII bls. 907. Þar voru málavextir þeir, að skattayfirvöld höfðu lagt óundirritaða og óstaðfesta reikninga til grundvallar álagningu. 1 dónmum var talið, að þessi ófullkomnu reikn- ingsgögn hafi eigi mátt koma í stað iögboðinna heitfestra skatt- skýrslna, og var álagningin því ómerkt. Fjögur úrræði. Þegar skattstjóri hefur lokið skattaálagningu sinni, má segja að skattþegn hafi f j óra möguleika til að fá fram breytingu á álagningunni. I fyrsta lagi getur skattþegn sent kæru til skattstjóra (og síðar til ríkisskattanefndar) innan tilskilins kærufrests, í öðru lagi getur hann sent skattstjóra skattbeiðni skv. heimild í 52. gr. laga nr. 68/1971, í þriðja lagi getur hann farið fram á upptöku ríkisskattstjóra á málinu skv. 4. mgr. 42. gr. laga 68/1971 og í fjórða lagi getur hann lagt málið fyrir dómstólana. Kæra til skattstjóra. Samkvæmt 40. gr. laga nr. 68/1971 getur hver sá, sem telur skatt sinn eigi rétt ákveðinn, sent skriflega kæru studda nauðsynlegum gögnum til skattstjóra eða umboðsmanns hans innan 14 daga, frá því að skattskrá er lögð fram eða póstlögð var tilkynning um skattbreyt- ingu, sbr. 4. mgr. 38. gr. Skulu skattstjórar hafa úrskurðað kærurnar innan tveggja mánaða frá lokum kærufrests, og skulu úrskurðirnir vera rökstuddir. Samkvæmt þessari lagagrein skulu kærur vera skrif- legar, og það nýmæli er sett í grein þessa, að kæra skuli studd nauðsyn- legum gögnum. Hvað teljast nauðsynleg gögn hverju sinni, hlýtur að verða að metast út frá því, hvor beri sönnunarbyrðina, skattþegn eða skattyfirvöld. Þannig þyrfti skattþegn, sem kærir á þeim forsendum, að hann eigi rétt á námsfrádrætti, væntanlega að leggja fram vottorð frá viðkomandi skóla, ef vottorð hefur ekki borizt skattayfirvöldum, og skattþegn, sem ekki hefur talið fram og kærir á þeim forsendum, að tekjur séu ofáætlaðar, þyrfti að láta framtal fylgja kæru sinni, til þess að hún væri tekin til greina. Sem dæmi um rangt mat skattayfirvalda á sönnunarbyrði, vil ég nefna þá ákvörðun skattstjóra að láta launamiða gilda sem sönnun 16

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.