Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Qupperneq 4

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Qupperneq 4
STJÓRNSÝSLULÖGGJÖF I þessu hefti birtist grein eftir ungan lögfræðing, Eirík Tómasson, um hin almennu stjórnsýslulög, sem sett voru í Svíþjóð 1971. Þessi grein hvetur til um- hugsunar um íslensk lög á þessu sviði. Lög um skipulag og starfshætti handhafa framkvæmdavalds íslenska rík- isins eru auðvitað mörg og sum þeirra allítarleg. Engin almenn lög eru þó til um starfshætti stjórnvalda, er svari til þess, sem réttarfarslög segja um dóm- stólana. Yfirleitt má segja, að stjórnsýslulöggjöfin sé sundurleit og vafaatriSi séu mörg. Þetta er bagalegt, jafnvel mjög bagalegt. Að visu eru gerðar réttar- bætur, en sennilega ekki í sama mæli og stjórnsýsla hins opinbera færir út kvíarnar. Um það er þó ástæðulaust að deila, aðalatriðið er að gera sér Ijóst, að hér er þörf á nýjum lögum, sem byggja á nýjum grundvelli. Það er full ástæða til að setja hér á landi almenn lög um stjórnsýsluna eða a. m. k. víð- tæka löggjöf, sem hana varðar. Þetta hefur verið gert í Noregi og Svíþjóð, er I undirbúningi í Finnlandi og hefur verið til athugunar í Danmörku, en skoð- anir hafa verið skiptar þar um nytsemi almennra laga um þetta efni. Aðalástæðan til þess, að nú er æskilegt að huga að þessu máli hér á landi, er réttaróvissan. Það er t. d. verulegur vafi um jafnmikilvægt atriði og skip- unarvald ráðherra gagnvart lægri stjórnvöldum og nefndum. Ennfremur um aðgang einstaklinga að heimildum í vörslum hins opinbera, þó að reynt hafi verið að bæta úr því nýlega með frumvarpssmíði, sem enn hefur ekki leitt til lagasetningar. Önnur ástæða, sem mælir með setningu víðtækrar stjórnsýslu- löggjafar, er þörf fyrir aukið réttaröryggi. Þetta hefur verið aðalmarkmiðið t. d. í Noregi og Svíþjóð og hinn rauði þráður í þeim umræðum, sem farið hafa fram s.l. 30 ár um stjórnsýsluna á Norðurlöndum og sjálfsagt víðar. Hérlendis er full þörf á Ijósum og sanngjörnum lagaákvæðum um ýmis atriði í stjórn- sýslunni. Frumvarp um umboðsmann Alþingis, samið eftir mörgum erlendum fyrirmyndum, hefur þó enn ekki náð fram að ganga. Þá má í þriðja lagi færa þau rök fyrir endurskoðun stjórnsýslulöggjafarinnar, að æskilegt er að stuðla með tiltækum ráðum að aukinni hagkvæmni og hraðari afgreiðslum. Hér er þess að gæta, að þessi ástæða og réttaröryggissjónarmiðið fara ekki alltaf saman, en einmitt þess vegna þarf að kanna bæði atriðin og reyna að finna leiðir til að ná sanngjörnu jafnvægi. — I fjórða lagi styður það endurskoðun 142
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.