Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 12
Telja verður, að það sé ekki slys í merkingu laganna, þegar launþegi
veldur sér áverka viljandi, t. d. fremur sjálfsmorð. (Síðastgreint úr-
lausnarefni myndi þó ekki hafa sjálfstæða þýðingu nema um sjómenn,
vegna skilyrðisins um, að ekki beri að bæta slys, er hljótast af athöfn-
um slasaða sjálfs, sem ekki standa í neinu sambandi við vinnuna, sbr.
3. mgr. 27. gr.)
Slysatryggingin getur stundum náð til sjúkdóma. Eftir 4. mgr. 27.
gr. ATL teljast til slysa sjúkdómar, sem stafa af skaðlegum áhrifum
efna, geislaorku eða öðru hliðstæðu, er ríkjandi eru í mesta lagi fáeina
daga og rekja verður til vinnunnar. 1 janúar 1963 varð sá hörmulegi
atburður í botnvörpungi, sem var að veiðum, að átján skipverjar sýkt-
ust af eitruðu efni, er barst frá kælikerfi skipsins. Einn sjómannanna
lést, en nokkrir biðu varanlegt heilsutjón. Tryggingastofnun ríkisins
greiddi slysabætur skv. ákvæði í lögum nr. 40/1963 um almannatrygg-
ingar, sem svaraði til 4. mgr. 27. gr. núgildandi ATL. Hér voru áhöld
um, hvort óhappið stafaði af skyndilegum atburði. Hvað sem því líður,
má ætla, að flestir geti verið sammála um, að atburður sem þessi kall-
ast slys skv. almennri málvenju.
Líklega yrði það heimfært undir slys skv. ATL, þótt ekki væri um
að ræða beinan áverka á líkama, t. d. þegar maður yrði fyrir andlegu
áfalli, svo sem losti (um skaðabótamál vegna slíks áfalls, sjá Hrd.
1972, 191).
6. Réttaráhrif þess, að bótaþegi á sjálfur sök á slysi eða afleiðingum
þess
Réttur bótaþega til slysatryggingarbóta skerðist ekki, þótt hann
valdi slysi af gáleysi. (Um ásetningsverk, sjá 5. kafla hér á undan.)
Sama er að segja, þó að slys hafi orðið vegna ölvunar bótaþega eða
notkunar deyfilyfja. Atvik sem þessi gátu haft áhrif á bótarétt bóta-
þega skv. eldri ATL (sjá 59. gr. 1. nr. 40/1963).
Hins vegar missir bótaþégi rétt til slysatryggingarbóta, sem ætlaðar
eru honum sjálfum, ef hann vanrækir að fai'a að læknisráðum eða neit-
ar að hlíta fyrirmælum um þátttöku í þjálfun eða starfsnámi, sem
bætt gæti afkomu hans eða búið hann undir nýtt starf, 53. gr. ATL.
Deyi slysatryggður vegna vanrækslu á því að fara að fyrirmælum
lækna eftir slys, eiga aðstandendur hans (sbr. 35. gr.) fullan rétt til
slysabóta.
önnur ákvæði um brottfall réttar bótaþega vegna saknæmrar hegð-
unar eru ekki í ATL, sjá þó til athugunar heimildarákvæði í 2. mgr.
57. gr. varðandi svik af hálfu bótaþega.
150