Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Síða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Síða 23
gr. VSL, bæði að því er varðar kröfu bótaþega gegn þeim, sem skaða- bótaábyrgð þer á slysinu, og endurkröfu Tryggingastofnunar ríkisins (sbr. þó ýmis frávik varðandi endurkröfuréttinn, er getið var í 9. og 10. kafla hér að framan). Þegar bótaþegi, sem krefst skaðabóta á grundvelli almennra skaða- bótaregla, á sjálfur nokkra sök á tjóni sínu, getur það skipt máli um heildarbótafjárhæð til hans, hvort slysatryggingarbætur eru dregnar frá metnu heildartjóni hans á undan eða eftir að frádrætti vegna sak- arskiptingar er beitt. Til skýringar má nefna eftirfarandi dæmi: Dæmi I: Heildartjón bótaþega metið eftir almennum skaðabóta- reglum .............................................kr. 1.000.000 -r frádráttur v/eigin sakar tjónþola (50%) . . . . — 500.000 ki\ 500.000 -r- slysatryggingarbætur frá Tryggingastofnun ríkisins — 200.000 Greiðsla hins skaðabótaskylda .........................kr. 300.000 Dæmi II: Heildartjón bótaþega metið eftir almennum skaðabóta- reglum ............................................kr. 1.000.000 -5- slysatryggingarbætur frá Tryggingastofnun ríkisins — 200.000 kr! 800.000 -r- frádráttur v/eigin sakar tjónþola (50%) . . . . — 400.000 Greiðsla hins skaðabótaskylda ........................kr. 400.000 Aðferðin í dæmi II er hagstæðari tjónþola og er henni ávallt beitt, sjá t. d. Hrd. 1969, 728. í þeim dómi kemur einnig skýrt fram, að greiðslur, er hinn skaðabótaskyldi hefur áður innt af hendi til tjón- þola, ber að sjálfsögðu að draga frá nettó tjóni, þ. e. eftir að búið er að gera frádrátt vegna sakarskiptingar. 12. Skylda til að tilkynna slys. Fyrning bótakröfu I 1. mgr. 28. gr. ATL segir, að skylt sé að tilkynna um slys, sem ætla má bótaskylt skv. IV. kafla laganna. Um slysið skal tilkynnt tafar- laust til Tryggingastofnunar ríkisins í Reykjavík, en utan Reykjavíkur til lögreglustjóra eða umboðsmanns hans. I lagagreininni segir, að til- kynningarskyldan hvíli á atvinnurekanda eða hinum tryggða. Þetta mun þýða, að það er tryggingarskyldur eða tryggingarkaupandi, sem 161

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.