Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Side 24

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Side 24
á að tilkynna slysið. Fyrsta mgr. 28. gr. leggur einnig skyldu á þann, sem hyggst gera kröfu til tryggingarbóta, að fylgjast með því, að til- kynningarskyldunni sé fullnægt. Önnur mgr. 28. gr. hefur að geyma ákvæði um, hvernig fari um rétt bótaþega, ef út af tilkynningarskyldunni er brugðið. Segir þar, að vanræksla í þeim efnum skuli eigi vera því til fyrirstöðu, að „sá, sem fyrir slysi varð, eða eftirlátnir vandamenn hans“ (þ. e. bótaþegi), geti gert kröfu til bóta. Það er þó skilyrði, að krafan sé gerð innan árs frá slysdegi. Heimilt er þó að veita undanþágu með skilyrðum, er nánar greinir í 2. mgr. i.f. Skv. framansögðu er almenna reglan sú, að krafa til slysatrygging- arbóta fyrnist á einu ári, en heimild er til undantekninga. Auk skilyrða í 2. mgr. i.f. takmarkast undanþáguheimildin af ákvæðum í 2. mgr. 55. gr., en þar segir, að bætur, aðrar en slysalífeyrir og sjúkradagpen- ingar, skuli aldrei úrskurðaðar lengra aftur í tímann en 2 ár. Það er algengt, að tryggingarskyldir vanrækja tilkynningarskyld- una. Verkamaður slasast t. d. í vinnu hjá tryggingarskyldum atvinnu- rekanda, en atvinnurekandinn hirðir ekki um að tilkynna um slysið. Rís þá spurning um, hvort bótaþegi, sem misst hefur rétt til slysa- tryggingarfjár vegna vanrækslunnar, eigi skaðabótakröfu á hendur tryggingarskyldum. Telja verður, að bótaþegi eigi yfirleitt fullan skaðabótarétt eftir al- mennum reglum kröfuréttar, er svo stendur á. Þó má ætla, að bóta- þegi verði stundum að sætta sig við sakarskiptingu eða jafnvel brott- fall skaðabótaréttar, ef hann hefur á saknæman hátt látið undan fall- ast að fylgjast með því að tilkynningarskyldunni sé fullnægt, sbr. ákvæði 3. málsl. 1. mgr. 28. gr. Fyrningu bótaréttar skv. ofangi'eindum reglum má ekki blanda saman við fyrningu réttar til slysatryggingarfjár, sem þegar hefur verið úrskurðað. Um síðargreint atriði er regla í 2. mgr. 56. gr. 13. Bann við framsali, veðsetningu, aðför o. fl. I 60. gr. ATL er bannað að framselja eða veðsetja slysabótakröfur skv. lögunum, svo og að leggja löghald á þær eða gera í þeim fjárnám eða lögtak. Eigi er heldur heimilt að halda bótafé til greiðslu opin- berra gjalda, annarra en iðgjalda skv. ATL, 60. gr. i.f. Samsvarandi ákvæði eru í lögum um flesta lögbundna lífeyi'issjóði. Ákvæði sama efnis er einnig í 24. gr. sjóml. nr. 67/1963, sbr. 1. nr. 53/1969, um dánarbætur (en ekki öi*orkubætur) skv. samningsbundn- um slysatryggingum sjómanna. 162

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.