Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Side 28
— ætti óhægt með að tileinka sér þennan aragrúa réttarreglna.
Þetta varð til þess, að tillögur þremenninganna sættu gagngerri
endurskoðun. Árið 1968 lagði starfshópur innan dómsmálaráðuneytis-
ins fram frumvarp að stjórnsýslulögum. Þetta nýja frumvarp var
aðeins 25 greinar að lengd, enda var það svo til einskorðað við máls-
meðferð hjá stjórnvöldum. í því var og að finna þær réttarreglur ein.
ar, er óhjákvæmilegt þótti að lögfesta.
Þrem árum síðar var svo stjórnarfrumvarp að stjórnsýslulögum
lagt fyrir sænska þingið. Stjórnarfrumvarpið, er byggðist í megin-
dráttum á frumvarpinu frá 1968, varð að lögum með smávægilegum
breytingum. Hin nýju lög voru staðfest þann 4. júní 1971 og tóku gildi
1. janúar 1971.
1.3. Sem fyrr segir er FL fyrst og fremst ætlað að styrkja stöðu ein-
staklinga og annarra óopinberra aðila í viðskiptum þeirra við stjórn-
völd, án þess að slíkt bitni á fljótvirkni og hagkvæmni í stjórnsýsl-
unni. Því hefur verið reynt að gera lögin svo úr garði, að orðalag sé
skýrt og reglur þeirra að öðru leyti aðgengilegar og auðskildar. Þetta
leiðir aftur til þess, að lögin gefa ekki svör við nándar nærri öllum
þeim spurningum, er vakna við meðferð mála — heldur aðeins þeim
algengustu og e. t. v. mikilvægustu.
FL eru einkum samin með hliðsjón af málsmeðferð hjá þeim stjórn-
völdum, er fjalla um mál á fyrsta stigi. Lögin eiga þó jafnframt við
málsmeðferð á kærustigi, svo langt sem þau ná, — en gert er ráð fyrir,
að þau sjórnvöld, er fjalla um kærur, beiti reglum FPL eftir því sem
við á.
1.4. Áður en lengra er haldið, er rétt að lýsa í stuttu máli uppbyggingu
sænsks stjórnkerfis eftir breytinguna 1971 og síðustu breytingu á
stjórnlögum Svíþjóðar, er tók gildi þann 1. janúar 1975.
Þingið, riksdagen, er æðsta valdastofnun Svíþjóðar. Valdsviði þings-
ins svipar mjög til valdsviðs Alþingis, þ. e. það fer með löggjafar- og
fjárveitingavald, en hefur að auki virkt eftirlit með handhöfum dóms-
og framkvæmdarvalds. Það eftirlit annast að mestu leyti umboðsmenn
þingsins, justitieombudsmán (JO), þrír að tölu.
Piíkisstjórnin, regeringen, er nú bæði að formi og í raun æðsti hand-
hafi framkvæmdarvaldsins. I stjórninni eiga sæti: Forsætisráðherra,
13 ráðherrar, er fai'a með stjórn jafn margra ráðuneyta, og 2—6 ráð-
herrar án ráðuneyta.
önnur stjórnvöld landsins heyra undir rikisstjórnina sem heild, en
166