Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Síða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Síða 29
eru ekki háð skipunarvaldi einstakra ráðherra eða ráðuneyta. Staða lægra settra stjórnvalda er því almennt sjálfstæðari í Svíþjóð en á Islandi. Beint undir ríkisstjórnina heyra t. d. sérstakar ríkisstofnanir, cen- trala ámbetsverk, er taka til landsins alls. Sömuleiðis lénsstjórnir, lánsstyrelser, er fara með stjórn ýmissa sérmála lénanna, en lénin eru 24 talsins. Undir lénsstjórnir heyra stjórnvöld, er taka til enn minni umdæma. Sjálfstæði sænskra sveitarfélaga er jafnvel enn fastara í sessi en tíðkast annars staðar. Hinum eiginlegu sveitarfélögum hefur fækkað mjög á síðustu árum, og eru þau nú ,,aðeins“ 278 talsins. I hverju þeirra er kjörin fjölmenn sveitarstjórn, er kýs sveitarráð, kommun- styrelse, í líkingu við borgar- og bæjarráð. Ráðið annast daglega stjórn sveitarfélagsins. Sveitarstjórnin kýs einnig nefndir til að fara með ein- staka málaflokka. Nefndir þessar eru tvenns konar: Ýmist starfa þær eftir fyrirmælum lága eða eru settar á stofn af sveitarstjórn til að létta álagi af sveitarráði. Þess má geta, að í flestum lénanna starfa annars konar sveitarstjórnir, landsting, en verkefni þeirra eru afmörk- uð og verksviðið mun takmarkaðra en hinna eiginlegu sveitarstj órna. Ákvörðun stjórnvalds verður yfirleitt kærð, annaðhvort til æðra stjórnvalds eða stjórnsýsludómstóls. Gilda nokkuð flóknar reglur um það, hvert ákvörðun verður skotið. Helstu stjórnsýsludómstólarnir mynda nú þrjú dómstig: Lánsrátter, lánsskatterátter og fastighets- taxeringsrátter (í lénum) — þrír kammarrátter (í Stokkhólmi, Gauta- borg og Sundsvall) — regeringsrátten. Sama mál getur komið fyrir öll þrjú dómstigin, en hlutverk æðsta stjórnsýsludómstólsins er þó nær eingöngu fólgið í því að mynda fordæmi á sviði stjórnarframkvæmda. 2.0. Efni. Stjórnsýslulögin (FL) eru alls 20 greinar og skiptast í þrjá kafla: Sá fyrsti (1.—3. gr.) fjallar um gildissvið laganna, annar (4.—13. gr.) ber yfirskriftina „Almenn ákvæði“, þriðji (14.—20. gr.) yfirskriftina „Sérstök ákvæði“. 2.1. Gildissvið. 2.1.1. FL ná ekki aðeins til málsmeðferðar hjá stjórnvöldum heldur og hjá dómstólum, þegar um er að ræða mál, er snerta rekstur dómstól- anna, t. d. starfsmannahald, sbr. 1. 'gr. 1. mgr. laganna. Hugtakið „stjórnvald“, „förvaltningsmyndighet“, er ekki skilgreint í FL, en af lögskýringargögnum leiðir, að það er mjög víðtækt. Sænskir 167

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.