Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Síða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Síða 33
vanhæfisástæða ætti við, ef um væri að ræða daglega afgreiðslu, þar sem enginn vafi léki á niðurstöðu. Stjórnvald á sjálft, þ. e. ex officio, að vekja athygli á því, að það sé eða geti verið vanhæft til meðferðar máls, sbr. 5. gr. 2. mgr. Þegar í stað skal svo skera úr þessu álitaefni. Sá, sem hugsanlega er vanhæfur, hefur ekki úrskurðarvald, sé fjölskipað stjórnvald ályktunarfært án hans eða unnt reynist að fá annan í hans stað í tæka tíð, sbr. 5. gr. 3. mgr. Sé stjórnvald úrskurðað vanhæft, verður það að sjálfsögðu að láta af meðferð máls. Því er þó heimilt að gera þær ráðstafanir í sambandi við málsmeðferð, er þola enga bið, sbr. 5. gr. 1. mgr. 1 neyðartilfellum, t. d. við slökkvistarf, getur t. d. orðið að grípa til viðeigandi ráðstaf- ana tafarlaust án tillits til þess, hver í hlut á. 2.2.2. Skv. 6. gr. 1. mgr. FL er aðila máls eða þeim, sem viðriðinn er mál, að jafnaði heimilt að fá sérstakan talsmann, t. d. lögmann, til að flytja mál sitt fyrir stjórnvaldi. Réttarstaða talsmanns getur verið með tvennum hætti: Hann hefur ýmist fullt umboð til að reka mál umbjóðanda síns, t. d. gefa bindandi yfirlýsingar fyrir hans hönd, ombud, eða hann er eins konar ráðgjafi án málssóknarumboðs, bitráde. Réttur málsaðila til að njóta aðstoðar talsmanns stendur því ekki í vegi, að honum verði stefnt fyrir stjórnvald, beri brýna nauðsyn til slíks. Dæmi þess er, að samþykkis aðila sjálfs sé krafist til tiltekinna ráðstafana eða mikilvægt sé að fá skýrslu hans sjálfs um málavöxtu. Stjórnvaldi er heimilt að vísa talsmanni frá, hegði hann sér ósæmi- lega eða sé annars að dómi stjórnvalds ófær um að reka erindi um- bjóðanda síns, sbr. 6. gr. 2. mgr. FL. Ákvörðun þessa efnis verður ekki kærð sérstaklega, heldur samhliða efnisákvörðun í málinu, sbr. 6. gr. 3. mgr. FL. Sama á við ákvörðun um vanhæfi stjórnvalds, sbr. 5. gr. 4. mgr. laganna. 2.2.3. Þess er oft krafist, að umsóknir, tilkynningar eða önnur erindi einstaklinga til hins opinbera berist innan tiltekins frests. Óvissa getur ríkt um það, við hvaða tímamark skuli miða, þegar skorið er úr því, hvenær erindi hafi borist stjórnvaldi. 1 7. gr. FL er því að finna reglur um þetta álitaefni, og er rétt að vekja athygli á, að ákvæðin ná bæði til munnlegra og skriflegra erinda, eftir því sem við á. Aðalreglan er sú, að erindi er talið hafa borist þann dag, þegar það — eða tilkynning um, að það hafi verið sent í pósti — kemur á skrif- stofu stjórnvalds eða kemst á annan hátt til vitundar þess, sbr. 7. gr. 171

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.