Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Síða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Síða 49
Frá Bandalagi háskólaiiianna RÁÐSTEFNA UM ATVINNUMÁL HÁSKÓLAMANNA Dagana 14. og 15. nóvember s.l. var haldin ráðstefna á Hótel Loftleiðum á vegum Bandalags háskólamanna um atvinnumál háskólamanna. Ráðstefn- una sóttu tæplega 100 manns. Jónas Bjarnason formaður BHM setti ráð- stefnuna og síðan flutti Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri ávarp. Fyrstu framsöguræðuna flutti Magnús Skúlason viðskiptafræðingur. Fjall- aði hún um tölfræðilegar athuganir BHM á fjölda háskólamenntaðra manna nú og spá fyrir árið 1980. í erindi hans kom fram, að árið 1968 var í fyrsta skipti framkvæmd talning á fjölda háskólamenntaðra islendinga og niður- stöður hennar birtar í skýrslu svokallaðrar háskólanefndar. Samkvæmt þess- ari talningu voru háskólamenntaðir íslendingar 1. nóvember 1968 rúmlega 2.800. Jafnframt birtust í skýrslu háskólanefndar áætlanir um þróun fram til 1985. Áætlað var, að 1975 yrðu háskólamenntaðir Islendingar 3.700—3.800, en 1985 7.800—8.000. Magnús gat þess, að skv. þeirri talningu, sem fram- kvæmd var í sumar á vegum BHM, yrði fjöldi háskólamenntaðra islendinga um áramótin 1975—76 rúmlega 5.000, en um 7.400 um áramót 1980/1981. Háskólamenntuðum mönnum hefur því fjölgað mun örar en háskólanefnd áætlaði. Nefndin gerði ráð fyrir, að fjölgunin yrði um 6—7% að meðaltali á ári á tímabilinu 1968—1985. Skv. nýgerðri talningu og áætlun fram til 1980 kemur hins vegar í Ijós, að fjölgunin er að meðaltali um 8,5% á ári á tíma- bilinu 1968—1980. í ræðu Magnúsar kom einnig fram, að athugun á skiptingu háskólamennt- aðra islendinga á námsgreinar 1968—1980 sýndi, að veldi námsgreina eins og guðfræði, lögfræði og læknisfræði færi síminnkandi. Þannig voru t. d. lög- fræðingar 17,4% af heildarfjölda háskólamenntaðra manna 1. nóvember 1968, en við áramótin 1980/1981 er áætlað, að þeir verði 11,0% af heildar- fjöldanum. Mest hlutfallsleg fjölgun háskólamanna er hins vegar í þeim greinum raunvísinda, sem hafin var kennsla í til B.S. prófs við háskólann árið 1970. Tæplega 10% háskólamenntaðra manna munu starfa við frumvinnslu- og úrvinnslugreinar, þ. e. landbúnað, fiskveiðar og iðnað, en um 90% starfa við ýmsar þjónustugreinar. Að fengnum upplýsingum frá aðildarfélögum BHM, taldi Magnús, að svo til ailir háskólamenntaðir menn sinni störfum, þar sem menntun þeirra nýtist. Vart væri því hægt að tala um atvinnuleysi meðal há- skólamanna. Hvað framtíðin ber í skauti sér í þessum efnum, má ætla að 187

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.