Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Side 13

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Side 13
Um þessar mundir er verið að móta endanlega einstök atriði varð- andi áfrýjunarleyfi í Hæstarétti. Lagabreytingar virðast óþarfar. Hitt er víst, að þessu nýja kerfi verður síðar breytt og reglurnar um það gerðar ítarlegri. Þeirri hugmynd hefur m.a. nýlega verið varpað fram, að héraðsdómi megi skjóta beint til Hæstaréttar, þegar sérstaklega standi á, málið hafi fordæmisgildi eða aðilar semji um það sín á milli. Þessi hugmynd hefur fengið verulegan stuðning, og er hugsanlegt, að stjórnvöld, sem lagasetningu undirbúa, taki hana upp. Eg hef fjallað um Hæstarétt í löngu máli, enda um þýðingarmikið efni að ræða. Hæstiréttur hefur stóru hlutverki að gegna í dómstóla- kerfinu, og að auki er lagabreytingin um áfrýjunarleyfin veigamesta réttarbótin í dómstólakerfi okkar eftir stofnun Hæstaréttar 1918. 5) Viðamestu breytingarnar, sem nú eru í undirbúningi á dóms- kerfinu í Finnlandi, varða fyrsta dómsstigið. Vinnuhópur í dómsmála- ráðuneytinu lagði í júní 1980 fram frumvarp að svonefndum skipu- lagslögum fyrir undirréttina. Með lögum þessum skyldi ekki stefnt að því að setja eiginlegar réttarreglur heldur aðeins móta meginregl- ur, sem stjórnvöld, er lagasetningu undirbúa, ættu að fara eftir, þeg- ar lagaákvæði væru endanlega samin. Er þetta fremur óvenjuleg tækni við lagasmíð. Frumvarpið er nú til umsagnar, og hefur umsagnar verið beiðst frá ýmsum aðilum, þ.á m. hofréttunum. Til Hæstaréttar var ekki leitað á þessu stigi, en eftir venju verður beðið um álit hans, ef ríkisstjórnin ákveður að umsögnum fengnum að leggja málið fyrir ríkisdaginn. Eg mun segja frá frumvarpinu með fáum orðum og ræða það. Vil eg fyrst benda á, að frumvarpið fjallar um skipan héraðs- dómstólanna og val dómara og um málsmeðferðina. Margir vildu fá málsmeðferðarreglunum breytt sér á parti, svo að sú breyting gæti fljótlega tekið gildi. Nú hefur þessi réttarbót verið tengd því, hvernig undirréttirnir skuli skipaðir og dómarar tilnefndir, en þessi atriði hafa vakið athygli og jafnframt áhuga á hinum pólitíska vettvangi. Má búast við, að breytinga þurfi lengi að bíða. Frá vinnuhópnum sjálfum hefur heyrst, að umbóta sé vart að vænta fyrr en í lok níunda ára- tugsins. Um skipan undirréttanna var þess fyrr getið, að í Finnlandi er hún nú með tvennum hætti, önnur í strjálbýli en í bæjum. Lagt er til, að samræmi verði komið á, svo að allir undirréttir séu eins skipaðir. Þessi tillaga nýtur almenns fylgis, a.m.k. í hópi lögfræðinga, og er þarflaust að ræða rök fyrir því. Hins vegar greinir menn meira á um skipan dómstólanna. Tillaga vinnuhópsins í dómsmálaráðuneytinu er, að venjulega skuli sitja í undir- 63

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.