Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Síða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Síða 15
eg, að í undirréttunum í Finnlandi muni „trúnaðarmenn" sitja í fram- tíðinni. Það mun væntanlega ráða úrslitum, að það leikmannakerfi með nefndarmönnum, sem nú tíðkast, nýtur almenns álits, og að það myndi talið spor aftur á bak og vera í andstöðu við lýðræðisreglur, ef leik- mannakerfið yrði afnumið. Spurningin verður þá sú, hvort halda eigi núverandi fyrirkomulagi eða veita „trúnaðarmönnunum" einstaklings- bundinn atkvæðisrétt. Gegn því hefur verið mælt með þeim rökum, að sá, sem ekki er lögfræðingur, eigi erfitt með að taka lögfræðilega ábyrgð á ákvörðunum, sem hann hefur ekki innsýn í í smáatriðum, og að sjálfstæður atvæðisréttur sé óhugsandi án sjálfstæðrar ábyrgðar. Nefndarmenn, sem nú eru í undirrétti, bera ekki einstaklingsbundna ábyrgð nema nefndin beri formann dómsins atkvæðum, en það gerist svo til aldrei. Gagnrýnendur halda því fram, að einstaklingsbundin ábyrgð leiði til, að almennir borgarar myndu skorast undan þátttöku í dómsstörfum og leikmenn, sem þátt tækju í dómsstörfum, myndu koma úr takmörkuðum hópi og e.t.v. sumir vera lögfræðingar. Kerfi með einstaklingsbundnum atkvæðisrétti skapar raunar nokkra hættu, því að hugsanlegt er, að „trúnaðarmenn“ líti í minna mæli en lögfræðingar hlutlaust á málin og leggi jafnvel algerlega pólitísk sjón- armið til grundvallar hinum lagalegu ákvörðunum. Eftir tillögunum eiga pólitískar stofnanir, þ.e. sveitarstjórnir, að tilnefna „trúnaðar- mennina“ á sama hátt og þær tilnefna nefndarmenn nú. Eg er þó ekki þeirrar skoðunar, að í þessu felist nein veruleg hætta, enda myndu „trúnaðarmenn" bersýnilega verða valdir með hlutfallskosningu, og þeir myndu því ekki allir verða fulltrúar sömu stjórnmálaskoðana. Stjórnmálamenn hafa sýnt og munu sýna mestan áhuga á því atriði, hvernig undirréttardómarar verða skipaðir. Vinstrimenn í Finnlandi hafa um langt skeið gagnrýnt vald dómstólanna, fyrst og fremst Hæsta- réttar, til að ráða vali dómara. Hafa þeir viljað fá stjórnmálamönnum þetta vald. Þetta hafa ýmsir aðrir stutt af prinsipástæðum. Engu að síður tel eg, að almenningsálitið sé að beinast í átt til stuðnings við núverandi fyrirkomulag. Ljóst er, að hættara er við pólitískum skip- unum, ef stj órnmálamenn fá vald til að skipa dómara. Þótt segja megi, að reynslan í öðrum vestrænum ríkjum staðfesti ekki að öllu leyti, að þessi hætta sé nærlæg, hafa pólitískar embættisskipanir í Finnlandi orðið víðtækari en í flestum öðrum löndum. Af þeim sökum er meiri hætta á slíkum skipunum dómara hjá okkur en víða annars staðar. Tillaga vinnuhópsins í dómsmálaráðuneytinu er eins konar mála- miðlun. Lagt er til að skipunarvaldið verði tekið af Hæstarétti og af borgarfulltrúum að því er varðar ráðsmenn. Það verði fengið for- 65

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.