Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Page 16

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Page 16
seta lýðveldisins, en hofréttur sá, sem málið varðar, skuli gera tillögu og Hæstiréttur láta álit sitt í 1 j ós eftir atvikum. Tillögu um sérstaka nefnd um skipun í dómaraembætti hafnaði vinnuhópurinn, en nefnd- in átti að koma í stað dómstólanna að þessu leyti. Tillaga vinnuhóps- ins er samhljóða, a.m.k. að formi til. Tillaga vinnuhópsins er næsta fáorð um réttarfarið í undirrétti. Segir þar einungis, að gera þurfi málsmeðferðina virkari og breyta henni með þeim hætti, að sköpuð séu skilyrði til að efnislega réttar ákvarðanir séu teknar. Enginn getur haft neitt við þetta að athuga, en orðalagið byggir m.a. á þeirri hugsun, að auka megi frumkvæðis- hlutverk dómara, en það atriði er þó ekki nefnt sérstaklega í frum- varpinu að hinum stefnumarkandi lögum. Þá er einnig sagt, að máls- meðferðin skuli að meginstefnu vera munnleg, milliliðalaus og fara fram sem mest í einu lagi. Frá þessu skuli því aðeins vikið, að réttar- vernd aðila sé ekki teflt í tvísýnu. Með reglu um þetta vilja menn vera lausir við vanda af völdum m.a. framlengdra fresta í undirrétti, en af þeim leiðir nú erfiðléika í Finnlandi. Þetta sjónarmið vinnu- hópsins á í sjálfu sér fullan rétt á sér, en hitt er annað mál, að fram- kvæmdin mun ekki ganga erfiðleikalaust, m.a. vegna viðhorfa lög- manna. Þýðing: Þ. V. 66

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.