Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Qupperneq 19
tillits til efnahags og annarra aðstæðna hins skaðabótaskylda.
Frá þessu eru þó örfáar undantekningar í lögum, t.d. sjómanna-
lögum, lögum um loftferðir og 2. mgr. 21. gr. laga nr. 95/1947
um lögræði, sbr. Hrd. 1974, 356.
Þessara annmarka gætir að sjálfsögðu í misjafnlega ríkum mæli,
en mjög oft reka þeir, sem fyrir tjóni verða, sig á einhvern þeirra.
Um sérhvern þessara ókosta skaðabótareglnanna mætti rita langt
mál.1 Hér skal þó aðeins vikið að fyrsta annmarkanum, sem nefndur
var, þ.e. að tjónþoli á ekki alltaf rétt til bóta skv. gildandi reglum.
Því er oft haldið fram, að óeðlilegt sé og ósanngjarnt að gera upp á
milli tjónþola eftir því, hver ástæðan er fyrir tjóni þeirra. Tjónþoli
hafi jafn mikla þörf fyrir bætur, hvort sem tjón hans verður rakið
til mannlegrar sakar, annarra atvika, er varða bótaábyrgð að lögum,
eða óhappa, sem engan bótarétt veita. Ekki sé ástæða til að gera grein-
armun á, hvort tjónþoli hefur t.d. orðið fyrir bíl eða dottið í baðkerinu
heima hjá sér.2 Þessi röksemd er sígild í umræðum um framtíð skaða-
bótaréttar. Ætla má, að flest tjónsatvik, er verða á Islandi og varða
spjöll á mönnum eða munum, séu svo vaxin, að skaðabætur vegna
þeirra greiðist ekki eftir skaðabótareglum utan samninga. Fullyrða
má, að langflest þeirra slysa, sem bætur eru greiddar fyrir eftir regl-
um skaðabótaréttar, séu umferðarslys eða vinnuslys. önnur slys, svo
sem slys í heimahúsum, skólum og við íþróttir og ýmsar aðrar tóm-
stundaathafnir utan heimilis eru flest þess eðlis, að bótaréttur er
ekki fyrir hendi eða tjónþoli annað hvort vill ekki eða getur ekki kraf-
ist bóta úr hendi þess, sem ábyrgð ber. Spyrja má, hvort það sam-
ræmist félagslegum hugmyndum nútímans, að mikill hluti eða kann-
ski flestir þeirra, er verða fyrir tjóni af völdum slysa, falli óbættir
hjá garði. Hér verður að vísu að gera þá athugasemd, að margir,
sem ekki fá bætur eftir reglum skaðabótaréttarins, njóta bóta eftir
öðrum leiðum. Gagnrýnendur skaðabótareglnanna benda ennfremur
á þann mun, sem er á réttarstöðu annars vegar þeirra, er bíða tjón
sökum slyss, og hins vegar þeirra, sem eiga við sjúkdóm að stríða.
Einstaklingar, sem heyra til síðarnefnda hópnum, geta sjaldnast kennt
öðrum um sjúkdóm sinn og eiga því yfirleitt ekki kröfu eftir skaða-
bótareglum. Menn sem haldnir eru sjúkdómum frá fæðingu eða öðr-
um meðfæddum líkamlegum eða andlegum ágöllum njóta að sjálf-
sögðu ekki bóta skv. reglum skaðabótaréttar, nema sérstaklega standi
1 Stutt yfirlit yfir helstu rök með og á móti skaðabótareglum er að finna hjá Keeton
og Keeton, bls. 457-460.
2 Keeton og O’Connell, bls. 3 o. áfr.
69