Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Page 20

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Page 20
á. Stór hópur þeirra, sem slasast, á aftur á móti kröfu að skaðabóta- rétti. Nátengdur þeim atriðum, sem nú voru rædd, er sá veikleiki skaða- bótaréttarins, að mjög oft er mjótt á mununum milli ábyrgðar og ábyrgðarleysis. Eins og lögfræðingum er kunnugt stafar þetta eink- um af tvennu, sönnunaratriðum og sjálfu sakarmatinu. Oft er tilviljun- um háð, hvort þeim, sem orðið hefur fyrir tjóni af völdum saknæmrar hegðunar annars manns, tekst að sanna þau atvik, sem bótaréttur byggist á. Margir tjónþolar verða að bera verulegt tjón sjálfir vegna skorts á sönnun. Sakarmatið er oft vandasamt. Mat dómstóla á sök veldur einatt deilum og óánægju, bæði hjá tjónþolum og þeim, sem ábyrgð bera. Sakarreglan er leiðbeiningarregla og hefur sjálf ekki að geyma mælikvarða, sem leggja ber á hegðun manna, en hún skír- skotar til slíks mælikvarða, er ræðst af því, hverjar kröfur verður að gera til hegðunar manna á tilteknum athafnasviðum.3 Eðli málsins samkvæmt er ýmsum erfiðleikum bundið í framkvæmd að meta hvað telja megi ólögmæta (óforsvaranlega) hegðun. Lögfræðingar geta af þessum ástæðum og öðrum ekki alltaf gefið ákveðin svör við spurn- ingum um, hvort hin eða þessi hegðun muni verða talin saknæm eða ekki.4 5 Þar við bætist, að iðulega þarf að meta sök manna, sem hlut hafa átt í tjóni við aðstæður, þar sem nánast ekkert tóm hefur verið til umhugsunar. Gagnrýnendur hafa nefnt fleiri vandkvæði á fram- kvæmd sönnunarreglnanna og sakarmatsins, en eigi er kostur að rekja þau hér. Vandkvæði þau, sem hér greinir, eiga fyrst og fremst við um bótareglur, er gera sök að skilyrði ábyrgðar, en ýmis óvissa er einnig tengd reglum um víðtækari ábyrgð. Niðurstaða hörðustu gagn- rýnenda skaðabótaréglnanna er sú, að bilið milli sakar og sakleysis sé svo stutt í alltof mörgum tilvikum, að skaðabótarétturinn sé í reynd ekki annað en happdrætti, þar sem meira og minna sé tilviljunum háð, hverjir hreppi bætur.r’ Annmarkar þeir á skaðabótaréttinum, er nú hafa verið ræddir, varða það hlutverk hans að bæta með fé það tjón, sem orðið hefur. Annað meginhlutverk skaðabótaréttar, varnaðarhlutverkið, liefur ekki síður orðið tilefni gagnrýni. Allmargir telja, að skaðabótarétturinn hafi engin varnaðaráhrif. Aðrir taka ekki svo djúpt í árinni, en láta í ljós efasemdir um gildi hans í þessu efni, ekki síst þegar litið er 3 Gaukur Jörundsson, bls. 44 og Gizur Bergsteinsson, bls. 91. 4 Sbr. Vinding Rruse, bls. 85. 5 Sbr. t.d. heiti bókarinnar „The Forensic Lottery” eftir Ison, sem getið er í 3.2. hér á eftir. 70

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.