Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Síða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Síða 38
þessar í höndum sérstakrar miðstýrðrar stofnunar. Þær eru seldar af vátryggingafélögum, eins og bifreiðatryggingar almennt. Mikið hefur verið reynt til þess að koma á samræmdri löggjöf um „no-fault“ vá- tryggingar í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Slík viðleitni hefur ekki borið árangur, þrátt fyrir samræmt frumvarp til slíkrar löggjafar.42 1 öllum fylkjum („provinces") Kanada tíðkast nú umferðarslysa- tryggingar, ýmist „no-fault“ vátryggingar eða svipaðar vátrygging- ar. I flestum fylkjum eru þær lögboðnar. Víða eru almennar skaða- bótareglur enn í fullu gildi og vátryggingarbætur þá dregnar frá skaðabótakröfu tjónþola, þ.e. eins konar „add-on“ kerfi. 1 nokkrum fylkjum eru umferðarslysatryggingarnar reknar af ríkinu, en annars staðar selja vátryggingafélög þær eins og hverjar aðrar vátrygg- ingar.43 Bandarískar og kanadískar reglur um „no-fault“ vátryggingu hafa yfirleitt verið taldar ófullnægjandi af þeim, sem fjallað hafa um þessi mál í Evrópu. Slíkar vátryggingar hrökkva svo skammt, að þær munu ekki koma til álita við endurskoðun á bóta- og tryggingareglum hér á landi. Hins vegar er það sameiginlegt dæmigerðri „no-fault“ vá- tryggingu og fyrrnefndum umferðarslysatryggingum, sem nú eru lög- boðnar í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, að þær greiða tjónþola bætur, án þess að hann þurfi að sýna fram á sök eða önnur skilyrði fyrir skaðabótaskyldu að lögum.44 1 fleiri löndum hefur mikið starf verið unnið í því skyni að knýja fram endurbætur á reglum um bætur fyrir umferðarslys. Fjölmargar tillögur og greinargerðir liggja fyrir, flestar þess efnis að komið verði á einhvers konar slysatryggingu í stað skaðabótareglna. Árið 1978 lauk hin svokallaða „Pearson-nefnd“ í Englandi fimni ára starfi að heildarendurskoðun á reglum um skaðabætur utan samninga. Nefnd- in mælir með ríkisrekinni umferðarslysatryggingu, en leggur til að skaðabótaréttur haldist og slysatryggingabætur komi til frádráttar skaðabótakröfum („add-on“ kerfi). Lagt er til að slysatryggingin greiði bætur eftir reglum bresku atvinnuslysatryggingarinnar og þær verði því ekki ákveðnar með þeim hætti, sem tíðkast í skaðabótamálum.45 Nefndarálitið gengur ekki eins langt og ýmsar aðrar breskar tillögur. 42 „UMVARA“. The Uniform Motor Vehicle Reparations Act. 43 Sbr. Linden, bls. 529 o. áfr. 44 Sjá til samanburðar Hellner (1976), bls. 232 og Dufwa (1979), bls. 428 og 436. 45 Skýrsla nefndarinnar „Royal Commission on Civil Liability and Compensation for Personal Injury“ kom út í 3 bindum 1978. Um þann þátt skýrslunnar, sem lýtur að umferðarslysatryggingu vfsast til ritgerðar eftir Trindade, sjá „Skrá um rit, sem vitnað er til“. 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.