Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Síða 49
bætur án tillits til þess hvernig slys ber að höndum. Bætur fyrir fjár-
tjón af örorku nema þó aðeins 80% tjóns. Hliðstæð takmörkun er á
bótum fyrir missi framfæranda. Bætur fyrir miska greiðast að vissu
hámarki (3.1.).
Hvergi annars staðar hefur verið gerð svo gagnger breyting sem
í Nýja Sjálandi, en ítarlegar og vel rökstuddar tillögur komu fram um
það í öðrum löndum (3.2.).
Sums staðar koma tryggingar í stað skaðabótaréttar á takmörk-
uðu sviði. Það er t.d. ekki nýtt, að atvinnuslysatrygging í einhverri
mynd gegni í raun bótahlutverki skaðabótaréttar vegna vinnuslysa
launþega. Sú skipan gildir yfirleitt í Bandaríkjunum. Fjölmargar til-
lögur hafa verið gerðar um afnám eða skerðingu skaðabótaréttar á
vissum sviðum, en langflestar þeirra varða aðeins bætur fyrir líkams-
tjón af völdum umferðarslysa. Tillögur þessar eru yfirleitt umdeildar
og eru deilur um þær háværastar í Bandaríkjunum. Sumum tillagn-
anna hefur verið hrundið í framkvæmd þar og í Kanada. 1 allmörgum
ríkjum Bandaríkjanna og sums staðar í Kanada eru nú lögboðnar sér-
stakar umferðarslysatryggingar, m.a. svonefndar „no-fault“ vátrygg-
irigar. Tryggja þær mönnum, er verða fyrir umferðarslysi, nokkrar
bætur, en jafnframt þurfa þeir að sæta því að bera sjálfir nokkurn
hluta þess tjóns, sem þeir hefðu annars átt rétt á að fá bætt eftir
almennum skaðabótareglum. Leiðir þetta til þess að fleiri fá bætur,
en sumir tjónþolar fá lægri bætur en áður, þ.e. einungis slysatrygg-
ingabætur, sem ekki eru svo háar, að þær jafngildi bótum, er greidd-
ar eru eftir reglum skaðabótaréttar. I nokkrum löndum Evrópu liggja
einnig fyrir tillögur um umferðarslysatryggingu, en þær ganga al-
mennt mun lengra í áttina að afnámi skaðabótaréttar fyrir umferðar-
slys, og einnig er þar yfirleitt gert ráð fyrir því, að tryggingabætur
bæti stærri hluta af tjóni hvers einstaklings en gert er með „no-fault“
og öðrum skyldum vátryggingum (3.3.).
Fram er komið, að mjög víða hefur stórlega dregið úr mikilvægi
skaðabótaréttar vegna tilkomu annarra bótaúrræða, einkum almanna-
trygginga og vátrygginga, er einkaaðilar annast. Áhrif síðarnefndra
bótaúrræða eru misjöfn eftir ríkjum, og erfitt er að afla tölulegra
upplýsinga, sem sýna svo að ótvírætt sé, hve stór hlutur þeirra er í
heildarbótagreiðslum vegna líkamstjóns í hverju landi fyrir sig (3.4.).
Ekki er deilt um, að tryggingar í einhverri mynd séu æskilegra úr-
ræði en skaðabótareglurnar til þess að leysa þörf manna fyrir fé-
bætur vegna tjóns af völdum líkamsmeiðsla. Hins vegar eru skoðanir
skiptar um, hvers kyns tryggingarúrræði henti best, og einnig um,
99