Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Síða 6

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Síða 6
GUNNAR THORODDSEN Gunnar Thoroddsen andaðist 18. september sl. Hann fæddist í Reykjavík 29. desember 1910. Foreldrar hans voru Sigurður verkfræð- ingur og yfirkennari Thoroddsen og kona hans, María Kristín Thoroddsen. Hann tók stúdents- próf í Menntaskólanum í Reykjavík 1929 og lauk lögfræðiprófi í Háskóla íslands 1934. Fram- haldsnám, aðallega í refsirétti stundaði hann í Danmörku, Þýzkalandi og Englandi frá apríl 1935 til júlí 1936. Doktorsprófi í lögum lauk hann 1968. Hann stundaði lögfræðistörf ásamt öðrum störfum 1936-1940. Hann var prófessor í lagadeild Háskóla íslands 1940-1947, borgar- stjóri í Reykjavík 1947-1959, er hann var skip- aður fjármálaráðherra. Ráðherrastörfum gegndi hann til vors 1965. Þá varð hann sendiherra í Danmörku og skömmu síðar jafnframt sendiherra í Tyrklandi. Hann fékk lausn frá sendiherrastörfum um áramótin 1970. Var þá skipaður hæstaréttar- dómari. Að eigin ósk fékk hann lausn frá dómaraembætti í september 1970 og var á næsta ári skipaður öðru sinni prófessor [ lögum við Háskóla islands. Frá 1974-1978 var hann félagsmála- og iðnaðarráðherra og að lokum for- sætisráðherra frá 8. febrúar 1980 til 26. maí 1983. Gunnar Thoroddsen hóf, eins og áður er sagt, ungur afskipti af stjórnmálum. Hann var kjörinn til setu á Alþingi 23 ára gamall, vorið 1934, og átti þar sæti sem landskjörinn þingmaður til 1937 og aftur á sumarþinginu 1942. Frá 1942- 1949 var hann þingmaður Snæfellinga, frá 1949-65 og frá 1971-83 þingmaður Reykvíkinga. Sat hann á 43 þingum alls. Hann var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, 1935-1939, framkvæmdastjóri Lands- málafélagsins Varðar í Reykjavlk 1936-1937, erindreki Sjálfstæðisflokksins 1937- 1939, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1940-1942, vara- formaður Sjálfstæðisflokksins 1961-1965 og 1974-1981 og formaður þing- flokks sjálfstæðismanna 1973-1979. í bæjarstjórn Reykjavíkur var hann frá 1938- 1962, borgarráðsmaður 1946-1960 og forseti borgarstjórnar 1959-1960. Auk þeirra fjölmörgu starfa, sem nú hafa verið talin, átti Gunnar Thorodd- sen sæti í ýmsum nefndum og félagsstjórnum og verður fátt eitt af því talið hér. Hann var í skilnaðarnefnd 1944 og síðar í stjórnarskrárnefndum sem störfuðu frá 1945 með hléum fram á árið 1983. Frá árinu 1978 var hann for- maður nýrrar stjórnarskrárnefndar sem auðnaðist að skila frumvarpi að nýrri stjórnarskrá sem flutt var t lok síðasta Alþingis. í bankaráði Lands- bankans var hann 1961-1965. Hann var formaður íslandsdeildar þingmanna- sambands Norðurlanda 1945-1957, forseti sambandsins 1947 og 1957, for- maður íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins 1951-1965, formaður Norræna félagsins á íslandi 1954-1965 og 1970-1975. 124
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.