Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 6

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 6
GUNNAR THORODDSEN Gunnar Thoroddsen andaðist 18. september sl. Hann fæddist í Reykjavík 29. desember 1910. Foreldrar hans voru Sigurður verkfræð- ingur og yfirkennari Thoroddsen og kona hans, María Kristín Thoroddsen. Hann tók stúdents- próf í Menntaskólanum í Reykjavík 1929 og lauk lögfræðiprófi í Háskóla íslands 1934. Fram- haldsnám, aðallega í refsirétti stundaði hann í Danmörku, Þýzkalandi og Englandi frá apríl 1935 til júlí 1936. Doktorsprófi í lögum lauk hann 1968. Hann stundaði lögfræðistörf ásamt öðrum störfum 1936-1940. Hann var prófessor í lagadeild Háskóla íslands 1940-1947, borgar- stjóri í Reykjavík 1947-1959, er hann var skip- aður fjármálaráðherra. Ráðherrastörfum gegndi hann til vors 1965. Þá varð hann sendiherra í Danmörku og skömmu síðar jafnframt sendiherra í Tyrklandi. Hann fékk lausn frá sendiherrastörfum um áramótin 1970. Var þá skipaður hæstaréttar- dómari. Að eigin ósk fékk hann lausn frá dómaraembætti í september 1970 og var á næsta ári skipaður öðru sinni prófessor [ lögum við Háskóla islands. Frá 1974-1978 var hann félagsmála- og iðnaðarráðherra og að lokum for- sætisráðherra frá 8. febrúar 1980 til 26. maí 1983. Gunnar Thoroddsen hóf, eins og áður er sagt, ungur afskipti af stjórnmálum. Hann var kjörinn til setu á Alþingi 23 ára gamall, vorið 1934, og átti þar sæti sem landskjörinn þingmaður til 1937 og aftur á sumarþinginu 1942. Frá 1942- 1949 var hann þingmaður Snæfellinga, frá 1949-65 og frá 1971-83 þingmaður Reykvíkinga. Sat hann á 43 þingum alls. Hann var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, 1935-1939, framkvæmdastjóri Lands- málafélagsins Varðar í Reykjavlk 1936-1937, erindreki Sjálfstæðisflokksins 1937- 1939, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1940-1942, vara- formaður Sjálfstæðisflokksins 1961-1965 og 1974-1981 og formaður þing- flokks sjálfstæðismanna 1973-1979. í bæjarstjórn Reykjavíkur var hann frá 1938- 1962, borgarráðsmaður 1946-1960 og forseti borgarstjórnar 1959-1960. Auk þeirra fjölmörgu starfa, sem nú hafa verið talin, átti Gunnar Thorodd- sen sæti í ýmsum nefndum og félagsstjórnum og verður fátt eitt af því talið hér. Hann var í skilnaðarnefnd 1944 og síðar í stjórnarskrárnefndum sem störfuðu frá 1945 með hléum fram á árið 1983. Frá árinu 1978 var hann for- maður nýrrar stjórnarskrárnefndar sem auðnaðist að skila frumvarpi að nýrri stjórnarskrá sem flutt var t lok síðasta Alþingis. í bankaráði Lands- bankans var hann 1961-1965. Hann var formaður íslandsdeildar þingmanna- sambands Norðurlanda 1945-1957, forseti sambandsins 1947 og 1957, for- maður íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins 1951-1965, formaður Norræna félagsins á íslandi 1954-1965 og 1970-1975. 124

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.