Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Side 12
RAGNARJÓNSSON
Vinur minn og samstarfsmaður Ragnar Jóns-
son hæstaréttarlögmaður andaðist 14. maí
1983. Hann fæddist í Reykjavík 6. febrúar 1906.
Foreldrar hans voru Jón Sigmundsson gullsmið-
ur frá Skarfsstöðum í Hvammssveit í Dölum og
kona hans Ragnhildur Sigurðardóttir frá Dýra-
stöðum í Norðurárdal í Borgarfirði.
Ragnar stundaði nám í Menntaskólanum f
Reykjavík og varð stúdent þaðan 1927. Þá lá
leiðin í lagadeild Háskóla íslands, og að því
er virðist mun það val hafa legið beint við,
því að í menntaskóla var hann mikill áhuga-
maður í málfundafélaginu Framtíðinni og for-
seti félagsins. Hann útskrifaðist frá Háskóla ís-
lands 13. febrúar 1932. Þaðan lá leiðin til fram-
haldsnáms í London og Berlín, og lagði hann
einkum stund á verkalýðslöggjöf. Eftir framhaldsnámið hóf hann störf hjá lög-
reglustjóranum í Reykjavík frá 1. september 1933, settur sýslumaður í Gull-
bringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógeti í Hafnarfirði var hann frá 17. nóvember
1933 til 15. mars 1935, en síðan aftur fulltrúi lögreglustjórans og lögmanns-
ins í Reykjavfk, fulltrúi hjá sakadómaranum í Reykjavík 1. janúar 1940 og
settur hæstaréttarritari frá 1. janúar 1946 til 30. júní sama ár.
Ragnar hvarf úr opinberri þjónustu eftir þetta og setti á stofn málflutnings-
skrifstofu, sem hann rak til ársloka 1978.
Áhugamál Ragnars voru bækur og félagsmál. Hann byrjaði ungur að safna
bókum og eignaðist mjög vandað safn, sem hefur að geyma marga dýrgripi.
Á námsárum sínum erlendis, svo og á ferðum síðar, leitaði hann gjarnan bóka.
Hann var kosinn í félagsráð Máls og menningar 1940 og í stjórn útgfáu-
félagsins Landnámu sama ár. Árið 1944 stofnaði hann bókaútgáfuna Hlað-
búð og rak í um tvo áratugi. Þar voru gefnar út merkar bækur, sem við
höfum öll notið. Þar á ég við kennslubækur, fræðirit o. fl.
Ragnar tók mikinn þátt í félagsmálum Lögmannafélagsins. Hann var einn
af hvatamönnum að stofnun Lífeyrissjóðs lögmanna. Hann varð fyrsti for-
maður sjóðsins, sem stofnaður var 18. mars 1960, og gegndi því starfi í
nokkur ár.
Ragnar kvæntist 30. maí 1942 Sigríði Símonardóttur. Þau skildu. Börn
þeirra eru Ragnhildur, sem nú býr í Kanada, og Símon, gullsmiður, sem býr
í Kópavogi. Símon hefur nú tekið við rekstri fyrirtækis afa sfns, en um
margra ára skeið hafði Ragnar hönd í bagga um rekstur þess.
Ragnar átti við alvarleg veikindi að strfða í lok sjöunda áratugsins. Kynni
okkar hófust ekki fyrr en í ársbyrjun 1971, en þá hafði hann gert mér boð
um að tala við sig. Um það leyti hafði mjög dregið úr umsvifum hans. Hann
hætti lögmannsstörfum sem fyrr segir 1978.
Ég veit ekki um neinn lögmann, sem hefur fengið betra umtal og vitnis-
burð frá kollegum sínum en hann.
Gústaf Þór Tryggvason
130