Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 14

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 14
Á æskuárum var Þorvarður á sumrin í sveit hjá frændfólki sínu á Egils- stöðum og átti hann þaðan góðar minningar. Hann unni landbúnaði og hafði sérstakt uppáhald á hestum, enda átti hann jafnan gæðinga, sem hann hugs- aði sjálfur um og var það hans tómstundagaman auk bóklesturs. Að laganámi loknu 1944 skildu leiðir okkar. Þorvarður Kjerúlf varð, eins og áður greinir, ráðuneytisstarfsmaður í áratugi en ég hóf störf úti á lands- byggðinni. Á ferðum mínum til Reykjavíkur kom ég oft á heimili hans og fékk þar jafnan hinar ágætustu móttökur, enda var Þorvarður höfðingi heim að sækja og var honum eðlilegt að vera gestgjafi. Oft leitaði ég aðstoðar hans þegar ég þurfti að sinna erindum í ráðuneytum, og brást það ekki að alltaf var hann reiðubúinn til hjálpar, enda vildi hann hvers manns vanda leysa. Sumarið 1976 komum við hjónin til ísafjarðar og minnumst við með ánægju og þakklæti hve frábærar móttökur við fengum þar hjá sýslumannshjónun- um frú Magdalenu og Þorvarði Kjerúlf. Góður drengur er horfinn af sjónarsviðinu. Ég flyt konu hans, börnum og aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Björgvin Bjarnason 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.