Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Qupperneq 20

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Qupperneq 20
Danmörku hefir t. d. verið gert mikið að því að lækka refsimörk við ýmsum brotum, sbr. t. d. auðgunarbrot, en refsimörk um þau hafa verið lækkuð til mikilla muna í tveimur áföngum 1973 og 1982, og eru nú yfirleitt 1 ár og 6 mánuðir. Viðurlög hér eru hins vegar almennt 6 ár samkv. XXVI. kafla hgl. Annað dæmi eru refsimörk vegna skír- lífisbrota. Hér á landi hefir þó verið afnumin lágmarksrefsing við brotum skv. 142. gr. alm. hgl., sbr. lög 101/1976, 12 gr. I sömu lögum eru einnig afnumin sérviðurlög um það, er skýrsla er heitfest, og er þess eins getið nú, að virða skuli það refsingu til þyngingar að skýrsla sé heitfest. Enn er á nokkrum stöðum í alm. hgl. lögmælt lágmarks- refsing, sbr. 86., 87., 89., 98.—100. gr., 130. gr. 2. mgr., 148. gr., 164. gr., 165. gr. 2. mgr., 166., 194., 211., 213., 216., 226. gr. 2. mgr., 244. gr. 2. mgr. og 252. gr. Kemur sterklega til greina að mínu mati að afnema ýmis slík lágmarksviðurlög við þá allsherjarendurskoðun viðurlaga, sem framundan er. Alltítt er, að sérstök þyngd refsimörk séu lögmælt við ítrekun brots, og á þetta þó einkum við í sérrefsilögum. Er þá stundum lögfest, að t. d. refsivist liggi við ítrekun, þótt fésekt einni verði beitt við frum- broti. Er þó yfirleitt haganlegra að leggja alfarið á vald dómstóla að meta áhrif ítrekunar. Refsistefna sú, sem hér var greind, hefir t. d. haft þau áhrif hér á landi, að með lögum 54/1976, 1. gr. var refsimörkum umferðarlaga 40/1968 breytt, þau einfölduð og sérviðurlög við ítrekun felld úr gildi. Annað dæmi er breyting sú, sem gerð var á refsiákvæð- um áfengislága 82/1969 með lögum 52/1978 og mætti raunar nefna fleiri dæmi. III. 6. Stórfelldasta og samfelldasta breytingin, sem gerð hefir ver- ið hér á landi á síðustu árum á viðurlögum í refsilögum, felst í lögum 75/1982 og 10/1983. Breyta fyrri lögin sektarmörkum 52 sérrefsilaga og hin síðari 74 sérrefsilaga í það horf, að nú varðar háttsemi sú, sem mælt er fyrir um í þessum ákvæðum, sektum, án tilgreiningar á fjár- hæð. Merkir það þá efnislega, að hámark sektar verður sú fjár- hæð, sem greind er í 50. gr. alm. hgl. eins og hún er á þeim tíma, þegar brotið er framið. Sektamörk eldri laganna eiga við um brot framin fyrir gildistöku laganna, sbr. 2. gr. hgl. og t. d. að sínu leyti hrd. LIII (1982) :96, 281, 366 (sératkv.), 1570. Verður nú ólíkt hægara að tengja fjársekt til frambúðar við verðlágs- og kaupgjaldsþróun með því ein- falda ráði að breyta 50. gr. einni. Hún verður sjálfvirk gagnvart sér- refsilögum, þar sem háttsemi varðar sektum ótiltekið. Rannsókn, sem ég framkvæmdi á vegum hegningarlaganefndar á árinu 1981 leiddi í 138
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.