Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 60

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 60
Benedikt Sigurjónsson fyrrv. hæstaréttardómari: HUGAÐ AÐ HAFSBOTNINUM i. Auðlindaréttur fjallar um þær réttarreglur sem gilda um nýtingu mannsins á auðlindum jarðar. Venjulega er þar ekki talin með jarðar- gróður eða jarðarávextir, þar með talinn sjávargróður, og nýtirig hans. Ekki heldur dýr, hvort sem eru á láði, í lofti eða legi, hvort sem þau hafa heitt eða kalt blóð. Hins vegar er talið falla undir þetta svið nýt- ing leifa fornra dýra og plantna í iðrum jarðar. Hér á landi eru í gildi allmörg lög sem fjalla um einstaka þætti þessa réttar. Má sem dæmi nefna lög um samþykktir um mótak nr. 23/1912, lög um mótak nr. 16/1940, námalög nr. 24/1973, lög um Kísilgúrverksmiðju við Mývatn nr. 80/1966. Merkilegasta löggjöfin á þessu sviði hér á landi eru án efa vatnalögin nr. 15/1923. Þá má geta ýmissa þátta orkulaga nr. 58/1967, sérstaklega þess kafla þeirra, er fjallar um jarðhita og jarðhitasvæði svo og nýtingu þeirra. Einn þáttur þessara réttarreglna fjallar eingöngu um nýtingu kol- vetna í iðrum jarðar. Höfuðfræðasetur Norðurlanda í þessari fræði- grein er í olíuréttardeild Nordisk Institut for Sjörett, sem er í Oslo. Þetta er samnorræn stofnun og hefur á sér hið besta orð. I þessu sambandi er vert að minnast þess að þannig hagar til í Noregi að lítil líkindi eru til þess að kolvetni þ. e. olía og gas finnist á landi. Hins vegar eru miklar olíu- og gaslindir í sjávarbotninum innan landgrunns Noregs. Svipað háttar til hér á landi að þessu leyti. Að því marki sem hugað hefur verið að þessum málum hér á landi hefur athygli manna nær eingörigu beinst að hafsbotninum, þ. e. a. s. landgrunninu innan yfirráðasvæðis íslenska ríkisins. Af þessum sökum hefur mjög verið litið til Norðmanna að því er fræðimennsku alla varðar á þessu sviði. Þess má geta hér, þótt það eigi ekki beint erindi, að talið er af fræði- mönnum að gas og olía sé í raun leifar lífvera, er lifðu á jörðinni fyrir nokkrum milljónum ára, Hér á eftir verður eingöngu fjallað um auð- 178

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.