Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 80

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 80
gjaldkeri en Þorgeir örlygsson ritari. Framkvæmdastjóri Tímarits Lögfræð- inga var ráðin Ólöf Pétursdóttir. í varastjórn félagsins voru kjörnir Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlög- reglustjóri; Hjalti Zóphanfasson deildarstjóri; Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.; Jónatan Þórmundsson prófessor; Stefán Már Stefánsson prófessor og Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari. Endurskoðendur voru kjörnir Helgi V. Jóns- son hrl. og Sigurður Baldursson hrl., en til vara Guðmundur Skaftason hrl. og Friðgeir Björnsson, borgardómari. í lok fundarins kvaddi nýkjörinn formaður, Arnljótur Björnsson, sér hljóðs. Þakkaði hann það traust, er sér hefði verið sýnt á fundinum og færði jafn- framt fráfarandi formanni og stjórn þakkir fyrir vel unnin störf á liðnu starfsári. Fundarstjóri á aðalfundinum var Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari. Þorgeir Örlygsson NORRÆNT LÖGFRÆÐINGAÞING 15.—17. ÁGÚST 1984 Þrítugasta norræna lögfræðingaþingið verður haldið í Osló 15.—17. ágúst n. k., en síðasta norræna lögfræðingaþingið fór fram í Stokkhólmi í ágúst 1981. Á þinginu verður fjallað um margvfsleg lögfræðileg viðfangsefni, sem eru ofarlega á baugi á Norðurlöndum. Tvö umræðuefni verða á allsherjarfundum, þ. e. um tölvutækni í þágu lögfræði og lagastofnana og um lögin og fjölmiðla. Þá verður fjallað um 18 efni [ deildum (skorum), Meðal þessara umræðuefna eru hafréttarreglur og Norðurlöndin; réttarreglur um tæknifrjóvgun; rannsókn fíkniefnamála og sönnunarvanda í þeim; stöðu þess, sem misgert er við skv. reglum opinbers réttarfars; sjálfstæði lögmanna sérstaklega gagnvart stjórn- völdum; ríkisborgararéttur og kosningaréttur, tjón af völdum olíu og önnur umhverfisspjöll; forsamningar; vinnudeilur, sem ógna þjóðarhag; mútur og skyld brot; munnlegur og skriflegur málflutningur; vandamál í sambandi við viðurlög í skattarétti (,,omgáelsesproblemet“); réttur til forsjár og réttarör- yggi á vettvangi félagsmálalöggjafar og svo heimildarlöggjöf og annað fram- sal af hálfu löggjafarvalds. Sum þessara efna kunna að verða rædd f um- ræðuhópum. Tveir íslenskir lögfræðingar eru meðal framsögumanna, prófess- or dr. Gunnar Schram verður aðalframsögumaður í hafréttarmálinu og Garð- ar Gíslason borgardómari verður annar famsögumaður í viðfangsefninu um lagareglur í sambandi við tæknifrjóvgun. Þá verður Þór Vilhjálmsson forseti Hæstaréttar þátttakandi [ hringborðsumræðum um efnið lögin og fjölmiðlarnir. Tilkynning um þátttöku þarf að hafa borist Birni Helgasyni hæstaréttar- ritara eigi síðar en 26. mars n. k. I stjórn íslandsdeildar norrænu lögfræð- ingaþinganna eiga nú sæti: Ármann Snævarr hæstaréttardómari, formaður; Árni Kolbeinsson deildarstjóri; Baldur Möller ráðuneytisstjóri; Benedikt Blönd- al hæstaréttarlögmaður; Björn Sveinbjörnsson hæstaréttardómari; Guðmund- ur Ingvi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður; Guðrún Erlendsdóttir dósent; Hrafn Bragason borgardómari og Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari. Formaður Noregsdeildar norrænu lögfræðingaþinganna er dr. Carsten Smith prófessor. Ármann Snævarr 198

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.