Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Side 8
annars staðar á Norðurlöndum með lag'abreytingum árið 1973 og 1975.
Fyrirmynd 5. kafla sigll. 1985 eru ákvæði 6. kafla siglingalaga á Norð-
urlöndum, eins og þau eru eftir breytingar, sem gerðar voru á árunum
1982 og 1983. Norrænu lagaákvæðin um farsamninga eru sniðin eftir
alþjóðasamningi um flutning farþega og farangurs, sem gerður var í
Aþenu 13. desember 1974, sbr. og samningsauka frá 19. nóvember
1976.1 Að einu leyti fylgja norrænu lögin þó ekki efnisreglum alþjóða-
samningsins. Hámarksfjárhæðir, sem farsali getur takmarkað ábyrgð
sína við, eru hærri í lögunum en samningnum.
Reglur sigll. 1985 um farsamninga eru mun efnismeiri en eldri
ákvæði, og í þeim eru ýmis nýmæli, einkum um skaðabótaábyrgð far-
sala. Nýmælin styrkja mjög réttarstöðu farþega frá því, sem var eftir
sigll. 1963. Sérstaklega má nefna, að réttur farsala til að semja sig
undan bótaábyrgð er mun þrengri en áður og sönnunarbyrði um sök
er nú felld á farsala í ýmsum tilvikum, þar sem áður giltu almennar
reglur um sönnunarbyrði. Á hinn bóginn fela sigll. 1985 í sér reglur
um takmarkaða ábyrgð, en eftir sigll. 1963 var ábyrgð farsala ekki
takmörkuð við hámarksfjárhæðir.
Hér á eftir verður lýst aðalatriðum reglna þeirra í 5. kafla sigll.
1985, sem lúta að bótaábyrgð farsala vegna tjóns, sem farþegi verður
fyrir, þ.ám. farangurstjóns. Aðeins er um stutta kynningu að ræða,
en ekki ítarlegar skýringar á reglunum.
2. HUGTÖK
Helstu hugtök, sem hér skipta máli, eru skýrð í 120. gr. sigll. Sam-
kvæmt 1. mgr. hennar er „farsali“ (da.: bortfragter) sá, sem „í at-
vinnuskyni eða gegn þóknun í viðskiptaaugnamiði"2 tekur að sér með
samningi að flytja farþega eða farþega og farangur með skipi. Venju-
lega er farsali sjálfur útgerðarmaður, en ekki er það skilyrði. Farsali
í merkingu lagaákvæðisins getur því verið aðili, sem hefur skip ann-
are manns til ráðstöfunar með samningi og notar rétt sinn til þess að
flytja farþega. Einnig tekur ákvæðið til ferðaskrifstofu, sem sjálf
(þ.e. í eigin nafni) tekur að sér að flytja farþega með skipi. Hins veg-
ar á ákvæðið ekki við það, er ferðaskrifstofa gerir samning við far-
1 Sjá Alþt. 1984 A, bls. 1034.
2 í frv. til sigll. stóð „í atvinnuskyni eða gegn þóknun". Orðunum „í viðskiptaaugna-
miði“ var bætt við á Alþingi. Hugtakið farsali er þvf nokkru þrengra í ísl. sigll. en
í siglingalögum annarra ríkja Norðurlanda. Sjá Innstilling IX, bls. 12.
230