Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Page 13
af hálfu farsala, sbr. 1. mgr. 140. gr., er farsali í öllum tilvikum bóta-
skyldur, ef honum tekst ekki að sanna að hvorki hann né menn hans
eigi sök á drættinum, sjá 4. mgr. 140. gr. Skiptir hér ekki máli, hvort
dráttur varðar farþega sjálfan, handfarangur eða annan farangur.
3.3 Hvers vegna gildir ekki sama bótaregla í öllum tilvikum?
1 ofangreindu yfirliti yfir reglur um grundvöll bótaábyrgðar far-
sala kemur fram, að farsali ber ábyrgð eftir almennum bótareglum18
í sumum tilvikum, en í öðrum eftir sakarlíkindareglu.19 Sakarlíkinda-
regla er líka aðalreglan um ábyrgð farmflytjanda skv. 68. gr. sigll.
Þennan mun má að nokkru leyti rekja til þess, hvernig vörslu er hátt-
að í flutningi.
Þegar farmur eða almennur farangur er fluttur, er hann að jafnaði
einungis í vörslum flytjanda eða manna, sem hann ber ábyrgð á.
Venjulega á eigandi engan kost á að fylgjast með umönnun og með-
ferð farms eða farangurs, annars en handfarangurs.20 Þess vegna
þykir eðlilegt, að flytjandi beri ábyrgð eftir sakarlíkindareglu, sbr.
68. gr. og 3. mgr. 140. gr. sigll. Svipuð rök eiga við um tjón af drætti
(seinkun). Farsali eða farmflytjandi ræður ferðinni, en ekki farþegi
eða eigandi farms. Sakarlíkindaregla á þess vegna við um ábyrgð á
tjóni vegna dráttar.
Öðru máli gegnir um farþégaflutning. Farþegi er ekki eins og hlutur,
sem falinn hefur verið farsala til varðveislu. Farþegi getur að veru-
legu leyti haft áhrif á atburðarás meðan á ferð hans stendur, og ef
slys verður, eru menn farsala ekki einir til frásagnar um atvik. Sama
er að segja um það, er handfarangur skemmist eða týnist. Hann er í
vörslum farþega, sbr. 3. mgr. 120. gr. Um ábyrgð á líkamstjóni far-
þega og skemmdir eða glötun handfarangurs gilda því almennar regl-
ur um sönnunarbyrði, nema þegar tjón verður rakið til skiptapa,
strands, árekstrar, sprengingar, eldsvoða eða galla í skipi. I þessum
sérstöku tilvikum þykir eðlilegt að fella sönnunarbyrði á farsala, sbr.
2. og3. mgr. 140. gr.
Á öðrum sviðum flutninga ber flytjandi ríkari ábyrgð. Eftir 13.
kafla umferðarlaga nr. 50/1987 ber eigandi bifreiðar ábyrgð án sakar
18 Að viðbættri ábyrgð vcgna skaðaverka sjálfstæðra framkvæmdaaðila.
19 Eftir 152. og 158. gr. sigll. 1963 gilti sakarlíkindaregla um tjón á farangri, sem falinn
var farsala til varðveislu, svo og um tjón farþega af því, að för skips seinkaði veru-
lega. Um reglur sigll. 1963 um líkamstjón o. fl. sjá nmgr. 12.
20 Bifreiðir, sem farþegar liafa með sér, hafa nokkra sérstöðu að þessu leyti, sbr. Grön-
fors (1984), bls. 106.
235