Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Síða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Síða 41
ræða sem ekki er unnt að sjá fyrir hvernig farið verði með í fram- kvæmd. 2. Frumkvæðismál Samkvæmt athugasemdum við 5. gr. laganna getur umboðsmaður tekið til meðferðar að sjálfs sín frumkvæði hvers konar atferli stjórn- valda sem honum þykir rannsóknarvert. Er gert ráð fyrir að hann fái vitneskju um slík mál aðallega í gegnum fjölmiðla, dagblöð, útvarp o.s.frv. Umboðsmaður er þá ekki bundinn við rannsókn einstaks máls heldur getur hann tekið til könnunar ákveðið ástand innan stjórnsýsl- unnar þótt enginn einn stjórnsýsluhafi sé við það riðinn. Svo getur einnig verið að skilyrðum um aðild eða fresti sé ekki fullnægt í þessu sambandi og er þá gert ráð fyrir að aðrir, t.d. þeir sem telja sig þekkja dæmi um rangindi í stjórnsýslu sem ekki beinist að þeim sjálfum, geti ef þeir vilja vakið athygli umboðsmanns á málinu. Metur hann þá hvort hann tekur málið til meðferðar að eigin frumkvæði. Framangreint frumkvæðisaðhald snýr annaðhvort að einstöku máli eða ástandi í stjórnsýslunni. 1 víðum skilningi má hins vegar einnig fella undir frumkvæðisaðhald umboðsmanns ákvæði 11. gr. laganna þar sem segir að ef umboðsmaður verði þess var að meinbugir séu á gild- andi lögum eða almennum stjórnvaldsfyrirmælum skuli hann tilkynna það Alþingi, hlutaðeigandi ráðherra eða sveitarstjórn. Sagði um sams konar ákvæði 13. gr. í frumvarpinu 1973 að auk starfs síns við úr- lausn einstakra mála skuli umboðsmaður hafa vakandi auga með því hvort ekki finnist meinbugir á lögum eða reglugerðum. Sýnist þetta ákvæði vera í samræmi við þá hugsun að baki umboðsmannsfyrirkomu- laginu að hlutverk hans sé að fylgjast með því hvernig lögum Alþingis sé framfylgt. 1 athugasemdum við 11. gr. laganna segir m.a. að mein- bugir á lögum eða reglum geti verið nánast formlegs eðlis, svo sem misræmi milli ákvæða, prentvillur, óskýr texti o.fl. Einnig geti þeir beinlínis verið fólgnir í efnisatriðum, svo sem að mismununar gæti milli manna, reglugerðarákvæði skorti lagastoð eða hreinlega að telja verði ákvæði ranglátt, mælt á huglægan mælikvarða. Allt þetta geti umboðs- maður látið til sín taka. Hér er óneitanlega um mjög víðtækt ákvæði að ræða og vandmeð- farið. Verður það verkefni umboðsmanns að meta hversu langt skuli ganga í þessum efnum svo nærri sem ákvæðið gengur úrskurðarvaldi dómstóla. Gæti það raunar ært óstöðugan ef umboðsmanni væri ætlað að eltast við hverskonar ,,meinbugi“ í þessum efnum. Svo sem laga- setningarhefð og reglugerðai'setningu er háttað er hætt við að erfitt 263

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.