Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Síða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Síða 53
Réttarfar Baldur P. Erlingsson: Sértökuréttur í þrotabúum vegna lausafjárkaupa. Halldór Halldórsson: Ábyrgð lögmanna. Helga Leifsdóttir: Lögvarðir hagsmunir í réttarfari. Alþjóðlegur einkamálaréttur Helga Jóna Benediktsdóttir: Um lagaskilareglur á sviði kröfuréttar. Jón Ingvar Pálsson: Lagaskilareglur víxillaga 93/1933 og tékkalaga 94/1933. Félagaréttur Unnur Sverrisdóttir: Samruni hlutafélaga. Skattaréttur Eyþór Þorbergsson: Framkvæmd virðisaukaskatts á íslandi. Réttarsaga Jónas Guðmundsson: Dómstólaskipan og réttarfar 1732—1936. Vinnumarkaðsréttur Aldís Baldvinsdóttir: Alþýðusamband íslands — skipulag þess og starfshættir. Þjóðaréttur Vilborg Þórunn Hauksdóttir: Ræðiserindrekar og störf þeirra. 3. STÖÐUBREYTINGAR Með lögum nr. 8/1985 var sú breyting gerð á lögum nr. 77/1979 um Háskóla íslands, að flytja má dósent f prófessorsembætti samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð. Er breyting þessi m.a. komin til vegna kjarabaráttu háskóla- kennara. Dr. Páll Sigurðsson, dósent, var með heimild f nefndum lögum skip- aður prófessor við lagadeild frá 1. maí 1987 að telja. Jón L. Arnalds, settur dósent, lét af störfum við lagadeild, er hann var skip- aður borgardómari frá 1. september 1987 að telja. Þorgeir Örlygsson var skipaður dósent frá 1. september 1987 að telja. Sama dag var framlengd setning hans í prófessorsembætti. 4. SKRIFSTOFA LAGADEILDAR Ásta E. Jónsdóttir, deildarfulltrúi, fékk launalaust leyfi frá starfi sfnu f laga- deild frá 1. september 1987 til 1. júlí 1988. í stað hennar var ráðin Guðríður Magnúsdóttir. 5. DEILDARFORSETI Jónatan Þórmundsson, prófessor, gegndi starfi forseta lagadeildar allt árið. Sigurður Líndal, prófessor, var varadeildarforseti. 6. BREYTINGAR Á NÁMSSKIPAN Skipan kennslu og prófa á 1. námsári var breytt frá og með upphafi haust- misseris 1987, sbr. auglýsingu nr. 70/1987. Breytingarnar eru þær, að kennslu 275

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.