Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Síða 54
í almennri lögfræði (og ágripi af réttarsögu) skal haga þannig, að próf í þeirri
grein verði lokið í janúar eða að vori á 1. námsári. Almenn lögfræði verður
því framvegis aðeins kennd á haustmisseri, og námsgreinarnar stjórnskipunar-
réttur og sifjaréttur eru ekki kenndar fyrr en að loknu janúarprófi í almennri
lögfræði. Standist stúdent ekki próf ( almennri lögfræði, er honum heimilt að
endurtaka það að vori eða hausti.
Óbreytt er sú tilhögun, að stúdentar á 1. námsári þreyta próf í heimspeki-
legum forspjallsvísindum í desember.
7. ERLENDUR GESTUR
Dr. juris Lars Nordskov-Nielsen, prófessor í Kaupmannahöfn, flutti fyrir-
lestur 16. nóvember 1987 um umboðsmann danska þjóðþingsins.
8. ÞÝSKT-ÍSLENSKT MÁLÞING
Vikuna 9.—15. ágúst 1987 var haldið þýskt-íslenskt refsiréttarmálþing í
Reykjavík á vegum lagadeildar. Um málþingið vísast til fréttar, sem birtist í
tímaritinu fyrr á þessu ári (2. hefti 1987, bls. 148—9).
9. AFMÆLISMÁLÞING
Lögmannafélag íslands varð 75 ára á árinu 1986. í tilefni þess bauð laga-
deild lögmönnum til málþings. Af málþinginu gat ekki orðið fyrr en 7. nóvem-
ber 1987. Þar fluttu fjórir kennarar deildarinnar fyrirlestra og tóku þátt í um-
ræðum um efni þeirra.
Málþingið fór fram í Lögbergi og var dagskrá þessi:
1. Arnljótur Björnsson: Bótaábyrgð framleiðanda og seljanda vegna hættu-
legra eiginleika söluhlutar.
2. Jónatan Þórmundsson: Efnahagsbrot í atvinnustarfsemi lögaðila.
3. Stefán Már Stefánsson: Sjálfseignarstofnanir.
4. Þorgeir örlygsson: Viðurkenning erlendra dóma á íslandi.
Þátttakendur auk framsögumanna voru um 30, þegar flest var.
10. ORATOR
Á aðalfundi Orators, sem haldinn var á haustmisseri 1987, var Franz Jez-
orski kosinn formaður félagsins, Ásta Valdimarsdóttir varaformaður og Stefán
Þ. Ólafsson ritstjóri Úlfljóts.
Arnljótur Björnsson
SKÝRSLA UM LAGASTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS
28. FEBRÚAR 1986 — 27. FEBRÚAR 1987.
Starfslið:
Þessir kennarar f fullu starfi störfuðu við Lagastofnun 1986-1987: Arnljótur
Björnsson, Björn Þ. Guðmundsson, Gaukur Jörundsson, Gunnar G. Schram,
Jónatan Þórmundsson, Páll Sigurðsson, Sigurður Lindal, Stefán Már Stefáns-
son, Guðrún Erlendsdóttir (til 1. sept. 1986), Jón L. Arnalds og Þorgeir ör-
lygsson.
276